YFIRLIT
-
Tegund Fjölbýli
-
Stærð 95 M²
-
Herbergi 4
-
Stofur 1
-
Svefnherbergi 3
-
Baðherbergi 1
-
Inngangur Sér
-
Byggingarár 2022
-
Lyfta Já
-
Bílskúr NEI
LÝSING
Berglind Hólm lgfs og RE/MAX kynna: Hringdu núna og bókaðu skoðun eða fund fyrir frekari upplýsingar í síma 694-4000.
Hægt er að sjá allar óselda íbúðir, teikningar og skilalýsingu inn á https://thjodbraut.is/
Um er að ræða frábæra 4ra herbergja íbúð á 4.hæð með sérinngagi af svölum og suðursvölum í miðbænum á Akranesi. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir íbúðinni.
Glæsilegt nýtt fjölbýlishús í hjarta Akranesbæjar með lyftu og lokaðri bílageymslu. Húsið er sérlega vandað og allt efnisval í sérflokki. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 5 hæða lyftuhúsi með bílageymslu. Burðarvirki hússins er staðsteypt með hefðbundnum hætti og eru útveggir einangraðir að utan og klæddir, þannig er viðhaldi hússins haldið í lágmarki. Klæðningar hússins eru úr báruáli.
Rut Káradóttir, Innanhúsarkitekt sem hefur hannað í mörg af glæsilegri húsum Íslands og með áratuga reynslu gekk til liðs við Bestla í verkefninu Þjóðbraut 3. Rut Káradóttir sá um hönnun innréttinga, heildstætt lita, og efnisval þar sem áhersla var lögð á gott skipulag, fallegt útlit, gæði og góða nýtingu. Til gamans má geta að um er að ræða fyrsta fjölbýlishús sem Rut Káradóttir tekur að sér að hanna í frá grunni.
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í sima 694-4000 eða [email protected]
https://thjodbraut.is/
Nánari lýsing eigna:* Fjölbýlishúsið að Þjóðbraut 3 er staðsett í glæsilegu íbúðarhverfi í uppbyggingu á Akranesi. Byggingin er 5 hæðir með 38 íbúðum af fjölbreyttum stærðum og gerðum. Eitt stiga- og lyftuhús er í byggingunni. Svalagangar tengjast saman í vinkil á 2.-5. hæð og er aðgengi að stigahúsi frá tveim áttum. Þá hafa íbúðir á jarðhæðum sem snúa til norðurs sérinngang má segja. Íbúðir 104-108 hafa sérinngang frá garði sem og einnig hægt að ganga inn í gegnum stigagang sem er læstur beggja vegna.
* Á 1. – 5. hæð eru íbúðir af fjölbreyttum stærðum og gerðum, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja.
* Í kjallara hússins er sameiginleg bílageymsla með bílastæðum fyrir 26 bifreiðir. Að auki eru í kjallara sérgeymslur fyrir hluta íbúða ásamt vagna- og hjólageymslu og sameiginlegum tæknirýmum.
* Aðalinngangur er staðsettur á 1. hæð. Eingöngu er notast við fyrsta flokks efni bæði innan- sem og utandyra. Léttir innveggir íbúða eru með sérvöldu gipsefni fyrir hvert rými og veggir sérgeymslna eru hlaðnir.
* Byggingarfélagið Bestla ehf. er framkvæmdaaðili að Þjóðbraut 3 á Akranesi. Starfsmenn Bestlu búa að áratuga reynslu og þekkingu úr byggingariðnaði á Íslandi. Byggingarfélagið Bestla sérhæfir sig í byggingu íbúða ásamt þróunarverkefnum.
* Burðarvirki hússins er staðsteypt með hefðbundnum hætti og eru útveggir einangraðir að utan og klæddir, þannig er viðhaldi hússins haldið í lágmarki. Klæðningar hússins eru úr báruáli.
* Gluggar og svalahurðar eru úr timbri, svartir að innan og klæddir ál-kápum að utan í svörtum lit. Allt gler er K-gler eða sambærilegt.
* Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna en gólf eru þunnflotuð að undanskildum votrýmum (baðherbergi og þvottahús) sem eru flísalögð. Öllum íbúðum fylgja eftirfarandi innbyggð tæki í eldhúsi frá Ormsson: Span- helluborð og bakarofn frá AEG og gufugleypir/ háfur frá Airforce/Elica.
Fyrir nánari upplýsingar um verð og skilalýsingu er hægt að hafa samband við Berglindi Hólm lögg.fasteignasala í síma 694-4000 eða [email protected]