HOLLRÁÐ

Ertu að spá í að kaupa, selja, eða ráðast í breytingar? Við leituðum til helstu sérfræðinga landsins á sínum sviðum og tókum saman nokkur hollráð sem gott er að hafa í huga.

Brynhildur Sólveigardóttir
Arkitekt FAÍ

"Vel úthugsaður garður hefur áhrif á skynfærin okkar; form litir, áferðir, hljóð, lykt og jafnvel bragð."

Hafsteinn Júlíusson
Innanhúss- og iðnhönnuður

"Í hverju verkefni er mikilvægt að skoða samsetningu efna og lita. Mér finnst oft gott að setja efnin fyrir framan mig og horfa á þau, sjá hvort það sé einhver veikur hlekkur í pallettunni. Í rauninni á allt rétt á sér hvar sem er og hvenær sem er, það er undir eigandanum komið hvað hann vill gera. En oft er gott að fylgja arkitektúr hússins og átta sig á formi, stærð og lögun til að taka ákvarðanir út frá því."

Ingi Már Helgason Lýsingarráðgjafi

“Lýsingarhönnun snúast um að hafa rétta lýsingu í réttu rými og að fólki líði vel í sínu nánasta umhverfi. Á Íslandi skiptir samspil náttúrulegrar birtu og rafmagnsljósa miklu máli og taka þurfi tillit til mikillar dagsbirtu á sumrin en lítillar á veturna. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir hvað skapar góða lýsingu, en það skynjar hana sterkt, sérstaklega þegar hún er slæm.”

Berglind Berndsen innanhússarkitekt

"Það er margt sem ber að hafa í huga þegar verið er að innrétta eða gera upp heimilið. Við viljum nýta rýmið sem best og um leið hafa það fallegt fyrir augað og gera það að okkar"

Elísabet Alma Svendsen, Myndlistarráðgjafi hjá Listval

"Það skiptir mestu máli þegar maður er að velja myndlist, er að verkið sem að verður fyrir valinu snerti þig á einhvern hátt, og hafi áhrif á hvernig þú horfir á það, og hvernig þér líður, og þess vegna skiptir miklu máli að tengja við verkið."

Hera Björk Þórhallsdóttir, Löggiltur fasteignasali

„Fasteignaviðskipti eru alltaf huglæg og hlutlæg“