21.02.2023

5 ráð til að spara rafmagn á heimilinu

Það getur verið gott að huga að atriðum sem geta hjálpað okkur að minnka orkunotkun og spara rafmagn á heimilinu, hér eru nokkur ráð sem er gott að hafa í huga.

1. Hver er staðan á tækjunum á heimilinu?

Athugaðu hvernig staðan er á rafmagnstækjum á heimilinu og taktu allt úr sambandi sem þarf ekki að vera það nauðsynlega. Hversu oft notarðu til dæmis blandarann sem þú fékkst í brúðkaupsgjöf eða gamla rykfallna dvd-spilarann?

2. Ljósaperur

Skiptu út öllum perum fyrir sparperur, þær eyða minna rafmagni en hefðbundnar ljósaperur.

3. Birta á skjám á heimilinu

Hafðu það huggulegt og reyndu að lágmarka skjátímann. Með því að hafa birtustigið á skjánum eins lágt og hægt er þegar þú ert í símanum, spjald-, eða fartölvunni þá þarftu líklegast sjaldnar að hlaða tækin.

4. Hvað ef ég þarf að kaupa ný tæki?

Ef kaupa þarf ný orkufrek tæki eins og til dæmis ísskáp, eldavél, frystikistu, þvottavél eða þurrkara gæti borgað sig að kaupa eilítið dýrari tæki sem séu sparneytnari á rafmagn.

5. Sparaðu þvottavélina og þurrkarann.

Þó það hafi verið gengið í fötum í einn dag eða meira þarf ekki að þýða að þau séu skítug. Leitaðu eftir blettum og lyktaðu af fötunum áður en þú hendir þeim í þvottavélina, og ef hvorugt finnst brjóttu þau saman og settu aftur upp í skáp. Þvottavélin eyðir miklu rafmagni og þú slítur fötum út fyrr ef þú þværð þau oft og af óþörfu.