RE/MAX Ísland logo
Opið hús:22. júlí kl 16:00-16:45
Skráð 18. júlí 2025
Söluyfirlit

Mánatún 1

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
109.3 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
822.507 kr./m2
Fasteignamat
87.550.000 kr.
Brunabótamat
74.890.000 kr.
RE/MAX
Mynd af Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Löggiltur fasteignasali / Viðskiptafræðingur
Byggt 2017
Þvottahús
Lyfta
Garður
Útsýni
Aðgengi fatl.
Sameiginlegur
Fasteignanúmer
2362496
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
5
Vatnslagnir
í lagi (2017)
Raflagnir
í lagi (2017)
Frárennslislagnir
í lagi (2017)
Gluggar / Gler
í lagi (2017)
Þak
í lagi (2017)
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
tvennar svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Guðbjörg Helga og Gylfi Jens löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX kynna; Mánatún 1, 105 Reykjavík. 
Einstaklega björt, skemmtileg og rúmgóð 109,30 fm 2ja herbergja endaíbúð með tvennum skjólgóðum svölum (vestur og norður) á 4. hæð í góðu 8 hæða lyftuhúsi og einkabílastæði með hleðslustöð í bílastæðakjallara. Útsýni er til Esjunnar úr svefnherbergi og forstofu. Húsið var byggt 2017 og er með 34 íbúðum. Það er viðhaldslétt, einangrað að utanverðu og álklætt en inngangssvæði  og suðursvalir eru með timburklæðningu til að auka hlýlega ásýnd.  Einstaklega snyrtileg sameign með tveimur lyftum og rafdrifnum hurðum. Stór L laga endageymla (11,6 fm) fylgir íbúðinni í kjallara hússins. Fasteignamat 2026 verður 95.450.000 kr. EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING.

     **SÆKTU SÖLUYFIRLIT HÉR**

     **ÞRÍVÍDDARMYNDIR (3-D) AF ÍBÚÐINNI. Njóttu þess að ganga um íbúðina og máta þig í henni**
      Ath! ýttu á táknin neðst til vinstri í þrívíddarmyndunum til að mæla fyrir þínum húsgögnum eða prufa að fjarlægja húsgögnin með aðstoð
      gervigreindar (ath að ekki er að marka lit á gólfum þar sem húsgögn voru séu þau fjarlægð). Einnig geturðu mælt fyrir húsgögnum með mælistikunni.)

     SKIPULAG EIGNAR:
Forstofa, hol, gangur, alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu, baðherbergi með aðskildri þvottaaðstöðu innaf, 1 herbergi, 2 rúmgóðar svalir, sérgeymsla stór í kjallara, bílastæði í bílastæðahúsi. 

     NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Björt með góðu plássi fyrir bekk eða fatahengi. Glugginn sem gengt inngangi er breiður með fallegu útsýni til Esjunnar. Eldvarnarhurð.
Hol/gangur:  Tengir saman rými íbúðarinnar. Góður innbyggður fataskáur hólf í gólf með miklu geymsluplássi. 
Stofa/borðstofa/eldhús: Eldhúsið er með sérsmíðuðum innréttingum þar sem hlýrri viðarklæðningu er blandað saman við hreinlegan hvítan lit og hvítar borðplötur. Eldhúsið er staðsett í hjarta íbúðarinnar með innréttingu á einum vegg og eyju með skúffum, spanhelluborði og tveimur raftenglum ásamt setuplási fyrir barstóla. Eyjuháfur með fjarstýringu er ofan við helluborð. Bakaraofn er með stálframhlið og er í réttri vinnuhæð. Tengi fyrir uppþvottavél og ísskáp. Skjólgóðar svalir eru útfrá eldhúsinu sem eykur loftgæði ef brasað er í eldhúsinu auk þess sem þær eru hentugar fyrir grillið eða til að njóta útivið í góðu skjóli . Svalirnar eru  með góða dýpt og svalaloft fyrir ofan. Viðarklæðningin gefur aukna hlýju. Hvítt/glært glerhandrið.  Stofa og borðstofa: tengast við eldhúsið og eru þær einstaklega bjartar með stórum gluggum til þriggja átta auk útgengis út á stórar og rúmgóðar vestursvalir með hvítu/glæru glerhandriði. Góður horngluggi með útsýni að sameiginlegu torgi/garði með fjölda bílastæða, leiktækjum og skemmtilegri hönnun.
Svalir: Tvennar svalir eru á eigninni og er hægt að kaupa glerlokanir á þær vilji fólk auka notagildið árið um kring. Svalirnar snúa til norðurs og vesturs (suðvestur).
Herbergi: Er sérstaklega stórt og rúmgott með stórum gluggum. Annar glugginn er horngluggi með fallegu útsýni til Esjunnar. Góður fataskápur með miklu skápaplássi. Herbergið er svo stórt að innri hluti þess býður upp á skrifstofuhorn eða afþreyingarhorn og aukasófa/stóla. 
Baðherbergi: Mjög rúmgott með góðri skúffuinnréttingu. Hvít borðplata með handlaug og vegghengdur spegill með ljósi ofan hans. Upphengt salerni og walk-in sturta. Flísar á gólfum og votsvæði.
Þvottaherbergi: Staðsett innaf baðherbergi og er hálfur flísalagður veggur til að skilja rýmin að. Opnanlegur gluggi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Skúffueining undir þvottavél. Flísar á gólfi. 
Sérgeymsla: Endageymsla nr 23 á geymslugangi. Hún er L-laga og mjög stór og rúmgóð eða 11,6 fm. Gólf er lakkað, 
Bílastæði í bílastæðakjallara: Bílastæðahús er á tveimur hæðum. Hann er sameign bílastæðaeigenda í húsum að Sóltúni 1-3 og Mánatúni 1-17. Rafhleðslustöðvar eru komnar við öll stæði. Stæðið er nr. E122. 
Sameign:
er öll mjög snyrtileg og greinlega vel við haldið. Það eru 2 lyftur í húsinu. Öll aðkoma er hugsuð út frá aðgengi fyrir alla, þægileg og bæði rampur að húsinu og 2 tröppur eftir því hvað hentar fólki. Bílastæði eru beggja megin hússins, bæði við torgið með stuttri göngu frá og alveg upp við húsið. Viðargirðing er kringum grasfleti hússins. 

Þetta er vinsælt rólegt hverfi í hjarta höfuðborgarinnar, mitt á milli líflegrar miðborgarinnar og Laugardalsins með allri sinni útivistardýrð. Örstutt gönguleið er í verslanir, mathöll, stórmarkað, kaffihús, vínbúð og atvinnulífið í Borgartúninu. Í Sóltúni er leikskóli og skóli. Sundlaugin í Laugardal, og Sundhöll Reykjavíkur eru báðar í göngufæri. Skemmtilegi kjarninn sem verður sífellt vinsælli í Laugarneshverfinu er í göngufæri, s.s. Kaffi Laugalækur og litlu sérverslanirnar þar með allskyns góðgæti.

Allar nánari upplýsingar og bókun sýninga:
Guðbjörg Helga, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur s. 897 7712 og í netfanginu gudbjorg@remax.is
Gylfi Jens, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur s. 822 5124 og í netfangingu gylfi@remax.is 
Byggt 2015
Fasteignanúmer
2362496
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
E1
Númer eignar
22
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Brunabótamat
5.040.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Opna eign
3D Sýn
Image
Opna eign
Þórsgata 25
101 Reykjavík
99 m2
Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi
513
908 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Opna eign
3D Sýn
Image
Opna eign
Sólvallagata 74
101 Reykjavík
101.3 m2
Hæð
412
887 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Njálsgata 49
101 Reykjavík
106.5 m2
Fjölbýlishús með sérinngangi
312
844 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
87.5 m2
Fjölbýlishús með lyftu
312
1005 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin