Remax og Guðrún Lilja lögg.fasteignasali kynna til sölu einstaklega fallega sjávarlóð í Hvammsvík,Langimelur 5. Jörð sem staðsett er í Kjósarhreppi í mynni Hvalfjarðar. Svæðið er frábært útivistarsvæði í einungis 45 mín. fjarlægð frá Reykjavík. Fjölbreytt landslag, fjöll, lækir og fossar að ógleymdri strandlengjunni. Mikið fuglalíf er á svæðinu og hefur jörðin mikla sögu allt frá landnámsöld. Lóð nr. 5 er mjög vel staðsett við sjávarsíðuna með miklu útsýni og um 0,55 ha. að stærð. Hámark byggingarmagn er 3% af lóðarstærð eða um 165 fm. Búið er að fá arkitekt til að teikna grunnteikningar af húsi sem geta fylgt lóðinni og eru tilbúnar til samþykktar hjá byggingarfulltrúa. Einungis er eftir að bæta við byggingarlýsingu og skráningartöflu ef engar frekari breytingar eru gerðar. Teikningar af húsinu voru unnar af Sólveigu Berg hjá Yrki Arkitektum.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali í síma 867-1231 og [email protected]
Upphaflegur landeigandi í Hvammsvík mun leggja veg að sumarhúsalóðum og sjá til þess að vegurinn verði tilbúinn fyrir flutninga. Vegurinn verður með 80 cm þykku malarlagi í vegstæði og breidd í toppinn verði 4,5 m. Landeigandi verður í samskiptum við Kjósarveitur og RARIK en Kjósarveitur leggja hitaveitu ásamt ljósleiðara og RARIK rafmagn að lóðarmörkum. Landeigandi sér til þess að veituskurður meðfram vegi verði til staðar þar til gengið hefur verið frá öllum lögnum í skurðinn en heitt og kalt vatn ásamt rafmagni og ljósleiðara nýta skurðinn. Landeigandi mun setja upp hlið og girða af svæðið meðfram þjóðveginum í gegnum land Hvammsvíkur.Flokkunarstöð á vegum sveitarfélagsins er í Raðahverfi í landi Háls sem er tæpa 2 km. frá hliði.
Kaupandi er upplýstur um að hann semur sjálfur um tengigjöld og notkun við RARIK vegna rafmagns og Kjósarveitur vegna heits vatns og ljósleiðara, en búið er að greiða 70% tengigjalds um 1,3 mkr. sem endurgreiða þarf til seljanda við kaupsamnings. Landeigandi leggur kalt vatn að lóðarmörkum án innheimtu tengigjalds en kaupandi greiðir landeiganda fyrir kalt vatn um kr. 30.000 á ári. Vatnsgjaldið hækkar í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs, í fyrsta sinn 1. janúar 2024.Kaupandi er upplýstur um að hann beri ábyrgð á lagningu allra lagna inni á sinni lóð. Kaupandi er jafnframt upplýstur um að samkvæmt deiliskipulagi skulu frístundarhúsin að jafnaði vera á einni hæð en með nýtanlegu risi og er hámarks byggingarmagn á hverri lóð 3% eða um 165 fm. á Langamel 5. Áhersla er á vönduð hús sem mynda heildstæða mynd og falla vel að umhverfinu.Lóðareigandi ber sjálfur ábyrgð á að leggja innkeyrslu / bílastæði frá lóðamörkum að sínu húsi.
Fráveita er á ábyrgð kaupanda í samræmi við leiðbeiningar um gerð og frágang rotþróa í sveitarfélaginu. Framræsla er jafnframt á ábyrgð lóðareiganda. Kaupandi skuldbindur sig til að leigja ekki hús á lóðinni í skammtímaleigu þ.e. í skemmri tíma en þrjá mánuði og verður kvöð þinglýst þess efnis. Kaupandi skuldbindur sig til að klára byggingu húsa eigi síðar en tveimur árum eftir undirritun kaupsamnings og afhendingu eignar. Kaupandi er upplýstur um að hann ásamt öðrum eigendum frístundahúsa á svæðinu eða félag á þeirra vegum sjái um viðhald og rekstur hliðs og vegar. Kaupandi er upplýstur um að hann greiðir öll opinber gjöld og tryggingar vegna eignarinnar og árgjald í sumarhúsafélag þegar/ef það verður lagt á.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.