112, Reykjavík (Grafarvogur)

Laufrimi 1

59.500.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
77 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 77 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1995
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Berglind Hólm lgfs. og RE/MAX kynna:  Falleg 77,5 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð(efstu) við Laufrima 1 í Grafarvogi. Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, eldhús og stofu. Sérgeymsla í kjallara. Eignin er skráð 77,5 m2, þar af íbúð 72,2 m2 og geymsla 5,3 m2. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð. Nýleg gólfefni, eldhústæki og borðplata í eldhúsi. Baðherbergi endurnýjað Frábær staðsetning. Leikskóli í næsta húsi, mjög stutt í skóla og í verslunarkjarnann Spöngina. 

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]


Komið er inn í forstofu með fataskáp. Úr forstofu er gengið inn í stofu. Úr stofu er opið inn í eldhús með hvítri L-laga innréttingu og borðkrók. Í innréttingu er eldavél og uppþvottavél. Nýleg borðplata er á innréttingu. Úr eldhúsi er gengið út á svalir í suðausturátt með fallegu útsýni. Úr stofu er komið inn á gang. Á gangi eru tvö svefnherbergi með fataskápum og flísalagt baðherbergi með innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara er á baðherbergi. Baðherbergi er endurgert, með nýlegri innrétting, flísar og salerni. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
Gólfefni eru harðparket og  flísar á baðherbergi. Ljósleiðari er kominn inn í íbúð.

Endurbætur.

Íbúðin sjálf:
- Nýtt baðherbergi 2019 (flísar á gólf og veggi, baðskápur og vaskur)
- Nýtt gólfefni í íbúð 2019
- Ný borðplata á eldhús 2019
- Skipt um 3x glugga í stofu (alla stóru gluggana) og glugga í hjónaherbergi 2020.

Húsfélagið: 
Húsfélagið er virkt og sinnir viðhaldi vel. Dýrahald er leyft í blokkinni (2x hundar sem stendur). Dýrahaldið er ekki orðið skriflegt, en óskað verður eftir því að fá það skriflegt á húsfundi sem er núna seinnipart mánaðar. 
 
- Sett nýtt teppi á sameign 2023
- Handrið í sameign málað 2023
- 2x Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla settar upp 2022 (með tengi fyrir 2x í viðbót þegar vilji er fyrir)
- Gert við viðarlista fyrir ofan aðalinngang og skipt um eina rúðu. Sirka 2021-22.

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX  skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.