221, Hafnarfjörður

Burknavellir 1

84.900.000 KR
Fjölbýli
5 herb.
136 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 136 M²
  • Herbergi 5
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 2003
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Re/Max ásamt Guðnýju Þorsteins löggiltur fasteignasali kynnir í einkasölu:  Virkilega flotta 136,3m2, fjögurra herbergja (möguleiki á fimmta herb.) íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi ásamt tvennum svölum. Íbúðinni fylgir bílastæði í upphitaðri bílageymslu sem búið er að leggja rafmagn í fyrir rafmagnsbíla. Eignin hefur var endurnýjuð að fyrri eiganda en skipt var um parket, eldhúsinnréttingu og stigi var teppalagður. Innréttingar, hurðir og skápar voru filmaðir. 
Eignin er seld með fyrivara.

Nánari upplýsingar og tímabókanir veitir Guðný Þorsteins, Löggiltur fasteignasali, í síma 7715211, tölvupóstur [email protected]

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA NÁNAR


Eignin samanstendur af forstofu, geymslu inn af forstofu, gestasalerni, eldhúsi, borðstofu og stofu sem eru í samliggjandi flæðandi rými með útgengi á suður svalir, þremur svefnherbergjum, sjónvarpsholi, svölum, baðherbergi ásamt þvottahúsi. Í sameign er sér geymsa, hjóla- og vagnageymsla ásamt bílastæði í upphituðu rými. 
Íbúðin er 136m2 þar af er geymslan 7,9m2.         

SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS                                     


Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Forstofa: Er með tvöföldum fataskápum sem ná upp í loft, parket á gólfi.
Geymsla: Er inn af forstofu, einnig er geymsla í sameign.
Herbergi: Er á ágætt með parketi á gólfi.
Eldhús: Er opið inn í stofu með góðu skápa- og skúffuplássi, tengi fyrir uppþvottavél ásamt span helluborði og viftu fyrir ofan. Ofn er í vinnuhæð. Fallegur reyklitaður spegill fyrir ofan vinnuborð. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Eru í samliggjandi flæðandi og rúmgóðu björtu rými með útgengi út á suður svalir. Parket á gólfi.
Stigi: Er teppalagður.

Efri hæð:
Sjónvarpshol
: Er rúmgott, hægt er að loka því af og útbúa herbergi. Parket á gólfi. 
Hjónaherbergi: Er með útgengi út á svalir og fjórföldum fataskápum sem ná upp í loft. Parket á gólfi.
Herbergi: Er með fjórföldum fataskápum, parket á gólfi. 
Baðherbergi: Er flísalagt með skápum undir vaski, spegli með ljósi fyrir ofan, baðkari með sturtu í ásamt upphengdu salerni.
Þvottahús:  Innaf baðherbergi er bjart þvottahús með opnanlegu fagi, snúrum í lofti, vaski ásamt flísum á gólfi.
Geymsla, hjóla- og vagnageymsla eru í sameign. Sér bílastæði er í upphituðum kjallara.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Guðný Þorsteins löggiltur fasteigna- og skipasali s: 771-5211 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið [email protected]

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.