200, Kópavogur

Lundur

Tilboð
Fjölbýli
4 herb.
152 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 152 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2011
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Erling Proppé lgfs. & REMAX kynna í einkasölu, stórglæsilega 4ra herbergja endaíbúð á 3.hæð með tveimur yfirbyggðum svölum á frábærum stað í Lundi, 200 Kópavogi.  

ATH. Eignin verður aðeins seld í skiptum fyrir stærri eign í löndunum í Fossvogi, seljendur óska eftir raðhúsi eða einbýlishúsi með að lágmarki 4 svefnherbergjum. 

Nánari upplýsingar fást hjá Erling Proppé lgfs. í síma 690-1300 eða á  [email protected] 

Skipulag íbúðar:  forstofa, eldhús, stofa, borðstofa, hol, 3 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, Þvottaherbergi, tvennar yfirbyggðar svalir og stæði í lokaðri bílageymslu.

Íbúðin er öll mjög björt, rúmgóð, stórir gluggar og gólfhiti.

Nánari Lýsing:
Anddyri með flísum á gólfi og stórum fataskáp.
Eldhús er stórt og gott með eyju, fallegri hvítri innréttingu og svörtum stein á borði.  Borðstofa með parketi, gengið út á sólríkar yfirbyggðar svalir sem nýtast árið í kring. 
Stofa er björt og mjög rúmgóð með parketi, gengið út á yfirbyggðar suðvestur svalir.
Sjónvarpshol er parketlagt  
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, falleg hvít innrétting, baðkar og walk in sturta. 
Hjónaherbergið er stórt með parketi og fataherbergi, útgengi út á svalir.
Svefnherbergin eru tvö, mjög rúmgóð,  með parketi og skápum.
Þvottahús með innréttingu.

Stæði í lokaðri bílgeymslu, uppsett hleðslustöð.  Þvottastæði er í bílgeymsluhúsi.
Geymsla, hjóla og vagnageymsla er á 1. hæð hússins, öll sameign er mjög snyrtileg og vel umgengin. 

Húsið er byggt af Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars (BYGG)  og er álklætt með álklæddum gluggum.

Staðsetning: Eignin er staðsett við fossvogs jaðarinn, stutt í góðar gönguleiðir í Fossvogsdal og út á Kársnes.

Niðurlag: Um er að ræða fallega og rúmgóða, vel staðsetta eign i hinu vinsæla hverfi Lundi, stór og mikil stofa sem tengir saman alla íbúðina, herbergin eru rúmgóð og yfirbyggðar svalir sem nýtast allt árið. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: 
Erling Proppé löggiltur fasteignasali í síma 690-1300 eða [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.