YFIRLIT
-
Tegund Raðhús
-
Stærð 201 M²
-
Herbergi 6
-
Stofur 2
-
Svefnherbergi 4
-
Baðherbergi 2
-
Inngangur Sér
-
Byggingarár 1974
-
Lyfta Nei
-
Bílskúr NEI
LÝSING
Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu:Kynna til sölu 6 herbergja 201,9 fm. raðhús á á pöllum með innbyggðum bílskúr við Hlíðarbyggð 15, 210 Garðabæ. Skipulag telur: Fjögur svefnherbergi, stór stofa og eldhús í opnu rými, sjónvarpshol, tvö baðherbergi, þvottahús og geymsla. Innbyggður bílskúr. Hellulögð suðvestur verönd fyrir framan húsið, garður fyrir aftan húsið.
Endurbætur voru nýlega gerðar á eigninni, nýtt parket var lagt á öll svefnherbergi, hluti ofna endurnýjaður, þak málað og mælagrind yfirfarin.
Góð eign á eftirsóttum stað í miðjum Garðabæ þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla. Fjórir leikskólar og tveir grunnskólar, gagnfræðaskóli og framhaldsskóli í göngufæri auk þess sem Garðatorg er í nokkurra mínútna göngufjarlægð þar sem m.a. má finna verslanir, veitingastaði og læknisþjónustu á einum stað.
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 / [email protected]
Smelltu á link til að sjá raðhúsið í 3-DNánari lýsing: Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Eldhús er með flísum á gólfi, hvíta innréttingu með góðu skápaplássi, bökunarofn í vinnuhæð. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og tvöföldum ísskáp í innréttingu. Eldunareyja er með háf, gott vinnu borðpláss og aðstöðu til að sitja við.
Stofa og borðstofa er í rúmgóðu og björtu opnu alrými sem tengist eldhúsi. Opin og björt með parket á gólfi, gasarinn klæddur leðurflísum setur svip sinn á stofuna.
Sjónvarpshol er með flísum á gólfi og útgengi út í garð.
Frá sjónvarpsholi er gengið niður á neðri hæð í rúmgott hjónaherbergi með parket á gólfi, fataskápum og sér baðherbergi með sturtu, handlaug og salerni.
Á svefnherbergisgangi á efri hæð eru þrjú herbergi, parket á gólfi og tvö þeirra með fataskápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og á veggjum. Innrétting er með handlaug. Baðkar, sturtuklefi, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Þvottahús/ búr er inn af eldhúsi. Dúkur á gólfi og skolvaskur. Geymsla er svo inn af þvottahúsi.
Bílskúr er með innangengt frá herbergi neðri hæðar, steypt gólf í bílskúr, skolvaskur, heitt og kalt vatn.
Framkvæmdir undanfarið að sögn seljanda: Árið 2023, 6 ofnar endurnýjaðir
Árið 2023, parket endurnýjað í svefnherbergjum á efri og neðri hæð
Árið 2022, þak yfirfarið og málað
Árið 2022, mælagrind yfirfarin og skipt um þrýstijafnara og slaufuloka
Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 /
[email protected] og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 /
[email protected]Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700, af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-