YFIRLIT
-
Tegund Fjölbýli
-
Stærð 127 M²
-
Herbergi 4
-
Stofur 1
-
Svefnherbergi 3
-
Baðherbergi 1
-
Inngangur Sameig.
-
Byggingarár 2022
-
Lyfta Já
-
Bílskúr NEI
LÝSING
Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: Vel skipulagðar og vel staðsettar tveggja til fjögurra herbergja 71,9 fm – 160,1 fm. íbúðir í nýju 18. íbúða lyftufjölbýli við Urriðaholtsstræti 24, 210 Garðabæ.
Íbúðir eru allar með harðparket á gólfi að undanskildum baðherbergjum (og þvottahúsum þar sem á við) sem eru flísalögð.
Stæði í bílageymslu fylgir með 13 íbúðum og sér merkt stæði á lóð fylgir með hinum fimm íbúðunum.
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]Nánar um íbúðina: Íbúð 01-0303 í Urriðaholtsstræti 24, er fjögurra herbergja 112,0 fm. íbúð á 3. hæð, þar af er 9,0 fm. geymsla á 1. hæð. Eigninni tilheyrir 9,2 fm svalir og sérmerkt stæði í bílakjallara merkt B05.
Ath að myndir sýndar, eru af alveg eins íbúð ( íbúð 403 ) og staðsett er á 4. hæð hússins.
Sjá má nánari upplýsingar um íbúðir inn á vef okkar:
uhs.is Umhverfið: Betri staðsetning á höfuðborgarsvæðinu fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk er vandfundin. Urriðaholt liggur við friðlandið í Heiðmörk sem er stærsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og er tengt beint við það með göngu- og hjólastígum. Glæsilegir golfvellir, vötn og hæðir umlykja svæðið. Góðar samgöngæðar tengja svo hverfið við alla staði borgarinnar. í göngufæri er svo Urriðaholtsskóli sem starfar á tveimur skólastigum, bæði á leik- og grunnskólastigi.
Innréttingar eru allar hvítar (mattar) frá Formus eða sambærilegt. Inngangshurðir íbúða eru brunahólfandi hurðar. Innihurðir eru yfirfelldar. Sólbekkir eru almennt í gluggum á svefnherbergjum og stofu. Borðplötur í eldhúsi og inni á baðherbergi eru plastlagðar frá Egger. Blöndunartæki eru frá Mora eða sambærilegt. Í eldhúsi er helluborð, fjölvirkur bakarofn með blæstri, ísskápur og háfur með gufugleypi (kolasía) eða vifta þar sem á við. Á baðherbergjum er handklæðaofn, upphengt salerni Ifö eða sambærilegt. Sturtur eru flísalagðar. Speglaskápar eða speglar fyrir ofan handlaug, eftir því sem á við. Blöndunartæki eru einnar handar og sturtutæki eru frá Mora eða sambærilegt. Á baðherbergi er tengingar fyrir þvottavél og þurrkara nema þar sem er þvottahús. Gert er ráð fyrir barkalausum þurrkara. Ræstivaskur er í þvottahúsum.
Tvöfalt hefðbundið gler er í gluggum en gluggar sem snúa að Urriðaholtsstræti eru með aukinni hljóðeinangrun skv. hönnun hljóðverkfræðings.
Á svölum íbúða er möguleiki (ekki innifalið) að setja upp svalalokunarkerfi með póstlausu glerjunarkerfi frá viðurkenndum aðila.
Nánari upplýsingar um ofangreint má sjá í skilalýsingu hússins.
Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 /
[email protected] Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 /
[email protected]Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.-