YFIRLIT
-
Tegund Fjölbýli
-
Stærð 105 M²
-
Herbergi 3
-
Stofur 1
-
Svefnherbergi 2
-
Baðherbergi 1
-
Inngangur Sameig.
-
Byggingarár 2008
-
Lyfta Já
-
Bílskúr NEI
LÝSING
Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna bjarta, vel skipulagða 105,2 fm íbúð á 1. hæð með stæði í bílageymslu að Norðurbakka 17C í Hafnarfirði. Eignin er á afar eftirsóttum stað við sjóinn í fallegu húsi byggðu árið 2008. Stutt í miðbæ Hafnarfjarðar og fallegar gönguleiðir allt um kring. Eignin skiptist í rúmgott alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu beint inn af anddyri. Frá alrýminu er gengið inn á þvottahús og baðherbergi, hjónaherbergi og barnaherbergi. Gólfhiti er í öllum rýmum og gólfsíðir gluggar. Aukin lofthæð (2,7m) er í íbúðinni og hurðir í yfirhæð.Nánari lýsing eignar:Öll rými eignarinnar eru með fallegu viðarparketi (reykt eik) sem flýtur á milli rýma fyrir utan þvottarhús, baðherbergi og forstofu en þar eru dökkar flísar.
Forstofan er með góðum skápum.
Eldhúsið er með viðarinnréttingu ljósum bekkjum, mikið skápapláss er í eldhúsi
. Tengi fyrir uppþvottavél og gert ráð fyrir amerískum ísskáp í innréttingu. Bakaraofn í vinnuhæð og gas helluborði.
Stofan er rúmgóð og björt. Gólfsíður gluggi sem setur skemmtilegan svip á rýmið. Frá stofu er gengið út á 11,3fm hellulagða verönd með gler grindverki.
Svefnherbergin eru rúmgóð með sama parketi á gólfi og finna má í öðrum rýmum. Barnaherbergið er mjög rúmgott og er nýtt sem sjónvarpsherbergi í dag Hjónaherbergið er með föstum fataskáp og er útgengt út á suður-austur svalir.
Baðherbergið er afar rúmgott með dökkum flísum á gólfi og ljósum á veggjum. Baðkar og "walk in" sturta ásamt viðarinnréttingu með speglaskáp fyrir ofan. Grár upphengdur skápur og handklæða ofn.
Þvottahúsið er með flísum á gólfi. Þar er aðgengi að hitastýringu fyrir gólf og rafmagnstöflu íbúðar. Nýleg innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Í sameign er
6,9fm sér geymsla þar sem hátt er til lofts. Jafnframt er hjólageymsla í sameign. Eigninni fylgir
stæði í bílageymslu með nýlegri bílhelðslustöð frá Ísorku sem fylgir
og finna má þvottaaðstöðu fyrir bílinn á vegum húsfélagsins í bílageymslunni. Pútt- og chipvöllur með gervigrasi er í garði sameignar.
Skoðaðu eignina hér í 3DUm er að ræða afar fallega eign á besta stað í Hafnarfirði í nýlegu klæddu húsi sem kallar á minna viðhald. Tilvalin eign fyrir þá sem langar að búa nálægt allri helstu þjónustu og alls þess sem miðbær Hafnarfjarðar hefur upp á bjóða. Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali [email protected] sími 859-5559.
Remax fasteignasala sími 477-7777. www.remax.is1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.