113, Reykjavík (Grafarholt)

Þorláksgeisli 48

125.000.000 KR
Raðhús
5 herb.
190 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Raðhús
  • Stærð 190 M²
  • Herbergi 5
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 2003
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Opið hús: 27. september 2022 kl. 17:30 til 18:00.

Opið hús: Þorláksgeisli 48, 113 Reykjavík. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 27. september 2022 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

RE/MAX kynnir í einkasölu: Fallegt og vel skipulagt 190 fm raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum 31,7 fm bílskúr á þessum vinsæla stað í Grafarholtinu. Suður svalir,  hellulögð stétt fyrir framan hús með snjóbræðslu.

Smelltu hér til að skoða eignina í 3-D

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent beint af vef remax.is

Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa: Flísar á gólfi og fataskápur.
Gangur/hol: Með parketi á gólfi og útgengi á baklóð til norðurs. Steyptur stigi á efri hæð frá gangi.
Svefnherbergi I: Með parketi á gólfi.
Baðherbergi I: Flísar á gólfi og veggjum að hluta, baðkar með innbyggðum blöndunartækjum og sturta, hiti í gólfi, upphengt salerni.
Svefnherbergi II: Með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi III: Parket á gólfi og fataskápur.
Þvottahús: Flísar á gólfi.

Efri hæð:
Eldhús: parket á gólfi, bjart með góðum gluggum til norðurs, innfelld innrétting með góðu skápaplássi. Eyja með helluborði, mikið borðpláss og hátt til lofts.
Stofa/borðstofa: opin og björt með parketi á gólfi og mikilli lofthæð. Góðir gluggar til suðurs. Útgengi á rúmgóðar suðursvalir úr stofu.
Sjónvarpshol: rúmgott með parketi á gólfi, gluggar til suðurs. Möguleiki á að breyta í aukaherbergi.
Hjónasvíta: með parketi á gólfi, gluggum til norðurs og góðum skápum. Auk þess er inngengt inn á sér baðherbergi og fataherbergi úr hjónaherbergi.
Baðherbergi II: inn af hjónaherbergi, flísagt í hólf og gólf, upphengt salerni, handklæðaofn, gert ráð fyrir sturtu (blöndunartæki í vegg).
Fataherbergi: inn af hjónaherbergi með parketi á gólfi og góðum innréttingum.
Bílskúr: Er með rafmagni og heitu og köldu vatni ásamt bílskúrshurðaopnara.

Allar nánari upplýsingar veitir Oddur Grétarsson löggiltur fasteignasali, s: 782-9282 eða á [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk