YFIRLIT
-
Tegund Raðhús
-
Stærð 117 M²
-
Herbergi 4
-
Stofur 1
-
Svefnherbergi 3
-
Baðherbergi 1
-
Inngangur Sér
-
Byggingarár 2020
-
Lyfta Nei
-
Bílskúr NEI
LÝSING
Guðlaugur J. Guðlaugsson og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulagt og flott fjögurra herbergja 117,0 fm. endaraðhús á einni hæð með gott útsýni við Viðidal 44, 260 Reykjanesbæ ásamt stórum og vel útfærðum sólpalli með skjólveggjum og geymsluskúr.
Smelltu á link til að skoða raðhúsið í 3-D
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]Nánari lýsing á skipulagi:Anddyri er með flísum á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi I er inn af forstofu, bjart og rúmgott með fataskáp.
Gangur út af anddyri er breiður með aðgengi í aðrar vistarverur íbúðar.
Svefnherbergi II er rúmgott og bjart með fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með vandaðri baðinnréttingu með vask og spegil ásamt upphengdu salerni, handklæðaofni og sturtu með innbyggðum blöndunartækjum.
Þvottahús/aðstaða er inn á baðherbergi, innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara ásamt samtengdri innréttingu með vask og skápum.
Geymsla með flísum á gólfi er innan íbúðar.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott og bjart
með sér fataherbergi með skápum.
Eldhús, stofa og borðstofa er í sameiginlegu opnu alrými íbúðarinnar með aðgengi út um svaladyr út á vel útfærðan sólpall með skjólveggjum og einangruðum geymsluskúr ásamt kaldri geymslu þar við hlið.
Mjög smekkleg U-laga innrétting í eldhúsi með ljúflokunarbúnaði á skúffum. Innbyggður ísskápur, bakaraofn, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél og háfur með kolasíu.
Harðparket er á gólfi að undanskyldum votrýmum, þe. forstofu, baðherbergi og í geymslu innan íbúðar, þar eru flísar. Nánari upplýsingar veita Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli i sima 661-6056 / [email protected] löggiltur fasteignasali Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.