Um er að ræða 5859,0 fm iðnaðar og atvinnulóð úr landi Gljúfurárholts í Ölfusi. Góður sýnileiki frá Suðurlandsvegi. Aðkoma er af Suðurlandsvegi og um nýjan veg, Ölfusveg, sem lagður er í framhaldi Hvammsveegar (nr.374) vegna breikkunar Suðurlandsvegar. Aðkoma að lóðinni er frá Ölfusvegi. Afmarkaður byggingarreitur er á lóðinni. Innan byggingarreitsins er heimilt að byggja skemmu og/eða verslunar- og þjónustuhús. Heildarbyggingarmagn innan lóðar verður á bilinu 800 til 3.600 fm. Byggingar verða á einni til tveim hæðum. Mænishæð getur verið allt að 11,0m. Svæðið verður tengt dreifikerfi RARIK og núverandi vatnsveitu á svæðinu. Frárennsli verður leitt í hreinsivirki og samnýtt eftir því sem hagkvæmt er. Vegstútur inn að lóðinni verður settur bundnu slitlagi.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali, í síma 696 0226 eða [email protected]