861, Hvolsvöllur

Gimbratún 31

46.900.000 KR
Sumarhús
5 herb.
112 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Sumarhús
  • Stærð 112 M²
  • Herbergi 5
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 2019
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (s:662-6163/[email protected]) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynnir:

112,8fm sumarhús á einni hæð að Gimbratúni 31 Hellishólum. Bústaðurinn er í alla staði hinn glæsilegasti og býður seljandi upp á að afhenda húsið með heitum potti.

Nánari lýsing:
Fjögur svefnherbergiStofa með opnu eldhúsi með innréttingum frá Voke III, Whirlpool eldavél og helluborð, Duravit hreinlætistæki frá Ísleifi Jónssyni, halogen lýsing. Baðherbergi með sturtu, skápainnréttingu undir handlaug, Duravit hreinlætistæki. Gólf eru flísalögð með parketflísum frá Agli Árnasyni. Ljósastæði í herbergjum. Húsið skilast með timburverönd (möguleiki að fá afhent með heitum potti, er ekki inn í ásettu verði). Steypt plata. Lóð er grófjöfnuð og vegur að húsi grófjöfnuð möl. Húsið stendur á 6.127fm leigulóð og er ársleiga um 100 þúsund á ári. Húsið er tengt rafmagni og köldu vatni og er neysluvatn ásamt ofnakerfi kynnt með hitatúbu.

Á Hellishólum í Fljótshlíð er boðið upp á þjónustu og aðstöðu fyrir alla fjölskylduna en þar veitingaskáli, gisting, tjaldsvæði og 18 holu golfvöllur í stórkostlegu landslagi. Þar er boðið upp á ýmsa afþreyingu, hestaleigu, veiði, leiksvæði, fjórhjólaleigu, sund og heita potta svo eitthvað sé nefnt. Hellishólar eru aðeins 12 km frá Hvolsvelli og er því stutt í þjónustu. Frá Reykjavík að Hellishólum er um 1 klukkustundar og 15 mínútna akstur. Stutt er að fara inn í Þórsmörk og inn á Fjallabaksleið.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni Blöndal, löggiltur fasteignasali í síma: 662-6163 eða á email: [email protected]

Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.