105, Reykjavík (Austurbær)

Barmahlíð 34

78.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
136 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 136 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1950
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynnir Barmahlíð 34 fnr. 203-0683

Íbúðin er á 2. hæð í 4 hæða fjölbýlishúsi í. Húsið er byggt árið 1950 og bílskúr 1957. Birt stærð samkv. Þjóðskrá  100,4fm og bílskúr sem í dag er í útleigu sem íbúð er skráður 36fm. Sameiginlegur inngangur er með íbúð í risi. Þegar komið er inn af stigagangi þá er eru svefnherbergin tvö á hægri hönd en baðherbergi og eldhús á hægri hönd. Við enda íbúðar eru svo borðstofa og stofa. Hægt væri að færa eldhús þar sem borðstofa og fengist þá þriðja svefnherbergið. Bílskúrinn er í dag nýttur sem íbúð í útleigu.

3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR -  3D

FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.

Nánari lýsing:

Forstofa/gangur:  Parket á gólfi. Við enda gangsins er gott rými fyrir tölvuaðstöðu/vinnuaðstöðu.

Svefnherbergi: Eru tvö talsins og er bæði rúmgóð. Parket á gólfi. Ekki eru fastir fataskápar í herbergjunum. Út úr innra herberginu er útgengt á suðursvalir. 

Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Sturta með glerþili. Upphengt salerni. Hvít innrétting með með handlaug. Handklæðaofn. Í rýminu er hringlaga gluggi með opnanlegu fagi.

Eldhús: Flísar á gólfi. Innrétting er beggja vegna í eldhúsi. Gram bakaraofn í vinnuhæð. Keramik helluborð með háfi yfir. Flísalagt er yfir borðplötum upp á miðjan vegg. 

Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Rýmið er stórt og rúmgott og væri hægt að færa eldhús í það og fá þá þriðja svefnherbergið.

Geymsla: Geymsla sem fylgir íbúð er í risi hússins og einnig hefur núverandi eigandi geymt dót í stigagangi niður á neðri hæðir.

Lóð: Lóðin er tyrft en ekki er búið að girða lóðina af.

Bílskúr: Búið er að innrétta bílskúrinn sem íbúð og er hún í útleigu í dag. Flisar á gólfi og er málað gólf í baðherbergi. Á baðherbergi er salerni, sturtuklefi og handlaug. Eldunarkrókur er í enda skúrsins.


Húsið er í enda Barmahlíðar sem liggur að Lönguhlíð. Þak hússins var málað 2007-2008. Húsið var steinað að utan og dren og skólplagnir endurnýjaðar á árunum 2004-2006
Falleg íbúð á góðum stað í Hlíðunum með bílskúr sem er í útleigu sem gefur góðar leigutekjur. Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected] 

Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Remax því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

 

Villa kom upp: (144) Table './webedpro/Counter' is marked as crashed and last (automatic?) repair failed