112, Reykjavík (Grafarvogur)

Grasarimi 11

96.900.000 KR
Einbýli
5 herb.
147 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 147 M²
  • Herbergi 5
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 5
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1992
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING


***EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA***

- Mikill áhugi var á eigninni -
VÖNTUN ER Á SÉRBÝLUM TIL SÖLU Í GRAFARVOGI 

**Ég er með áhugasama einstaklinga á skrá hjá mér sem leita að sérbýli í RIMAHVERFI**
Ef þú ert ú söluhugleyðingum - VERTU Í SAMBANDI VIÐ MIG  OG SAMAN FÖRUM VIÐ YFIR FERLIÐ -


RE/MAX ásamt Þórdísi Björk Davíðsdóttur löggiltum fasteignasala kynna:
Sérlega fallegt og vel staðsett 5 - 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum miðsvæðis í Rimahverfi Grafarvogs.
Húsið er innarlega í botnlanga og er garður sérlega fallegur, gróinn og skjólgóður. Stór og skjólgóð viðarverönd er við húsið sunnan megin og einnig við lóðarmörkin vestan megin.
Bílskúrnum; sem er skráður 27,4fm var breytt í geymslu að hluta og stórt þvottahús með rúmgóðu fataherbergi.
Stutt er í alla helstu þjónustu - Sundlaug, íþróttahús og leik- og grunnskóli í göngufæri.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar samtals 147,1 fm og er íbúðarrýmið sjálft 119,7 fm og bílskúr 27,4 fm.
Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið [email protected]
  
Húsið er á tveimur hæðum og eru svefnherbergin á efri hæðinni ásamt baðherbergi og geymslulofti, en stofan, sjónvarpsherbergið, eldhúsið, borðstofan, þvottahúsið / fataherbergið, forstofan og gestasalernið á neðri hæð.
Nánari lýsing eignar:
Forstofan
er með sérsmíðuðum innréttingum og flísum á gólfi.
Gestasalernið er innaf forstofunni. Ljós innrétting er undir og við handlaug, opnanlegur gluggi og flísar á gólfi.
Komið er inn úr forstofunni í miðrými neðri hæðar þar sem eldhús og borðstofa er á vinstri hönd en stofan og sjónvarpsherbergi á hægri hönd.
Eldhúsið og borðstofan eru í björtu opnu rými og eru flísar á gólfi. Eldhúsinnréttingin er ljós með dökkri viðarborðplötu. Tengi er fyrir uppþvottavél og eru gluggar bæði til norðurs og austurs. Í borðstofunni eru tvær hurðir út í garðinn - með frönskum gluggum.
Úr borðstofunni er gengið inn í "bílskúrinn" sem er 27,4 fm og er búið að skipta honum upp í geymslu að hluta til og þvottahús með stórum fataskápum fyrir allt húsið.
Í þvottahúsinu eru innréttingar beggja megin og flísar á gólfi. Öðru megin er allt sem við kemur þvottahúsi; innrétting utan um þvottavél og þurrkara, tauskúffur undir báðum vélum, vaskur og góðir geymsluskápar. Hinu megin eru svo stórir og miklir fataskápar með bæði hengjum og góðum skúffum og eru þetta fataskápar fyrir öll herbergin.
Flísalögð rúmgóð sturta er einnig í þvottahúsinu. Upprunalega er hurð út í garð úr bílskúrnum og hefur hún verið látin halda sér þrátt fyrir breytingar, en fataskáparnir eru á þeim vegg og blokka þann útgang í dag en auðvelt er að breyta þessu aftur.
Geymslan er ca 1/4 af "bílskúrnum" og eru þar veggfastir skápar og er útgengt úr geymslunni í innkeyrsluna. Það liggja fyrir samþykktar með skilyrði teikningar fyrir stækkun á bílskúrnum um ca 13,6 fm hjá vef Reykjavíkurborgar frá 2006.
Stofan er björt og rúmgóð með útgengi í garðinn til vesturs á hellulagða verönd. Inn af stofunni er herbergi sem hefur verið notað sem sjónvarpsherbergi og/eða gestaherbergi. Léttur veggur er á milli rýmann og því auðvelt að opna og stækka stofuna. Parket er á gólfi stofunnar og sjónvarpsherbergis.

Timbur stigi er upp á efri hæð hússins og er parket á gólfi herbergja og hæðar utan baðherbergis.
Herbergi 1 og 2 hafa verið sameinuð í eitt stórt unglingaherbergi með útgengi á vestur svalir.
Herbergi 3 er hjónaherbergið sem er nokkuð rúmgott.
Herbergi 4 er rúmgott með veggföstum fataskáp.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og í kringum baðkarið, með innréttingu undir handlaug og opnanlegum glugga.

Mjög gott geymslurými er á háalofti hússins og er einnig garðskúr/geymsla (m/rafmagni) í garðinum sem hýsir hluta af garðhúsgögnum, garðáhöldum og er t.a.m. góð hjólageymsla.

Garðurinn er vel hirtur, gróinn og er falleg og skjólgóð viðarverönd við húsið og í skjólgóðri laut vestan megin í garðinum. Rafmagnstenglar eru í ruslatunnuskýli og í garðinum v/ljósa í trjám og er góð lýsing í kringum húsið. 
Hellulögð verönd er vestan megin við húsið og er einnig hellulögð bæði innkeyrslan og gönguleið að og meðfram húsinu norðan megin.
Sbr. lóðaleigusamning dags. 30.04.1991 segir að með lóðinni Grasarimi 11 tilheyrir 1/22 hluti í sameignlegri lóð fyrir Frasar.1-17 (stök nr.) og Hvannarima 2-26 (jöfn nr.) 1337 fm að stærð.

Nágrenni: Eignin er staðsett miðsvæðis í Rimahverfi og er stutt ganga í leik-, grunn- og menntaskóla. Einnig er stutt ganga í íþróttamiðstöðina í Dalhúsum sem er bæði íþróttahús, fótboltavöllur og sundlaug. Gufunesið er einnig í göngufæri þar sem bæði er frisbegolf, strandblakvöllur og virkilega skemmtilegt útivistarsvæði.

Að sjá hefur húsið fengið gott viðhald og var þak málað s.l. sumar og málað að utan einnig að hluta. Um er að ræða sérlega vel skipulagða eign í einum besta kjarna Grafarvogs.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
 
Ertu í fasteignahugleiðingum – Hjá MÉR færðu frítt sölumat?
Ég hef starfað við sölu á fasteignum frá 2011og legg ég áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við seljendur og kaupendur.
Hafðu samband við mig í síma: 862-1914 eða á netfangið [email protected]
Upplýsingar um mig HÉR

Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 

Villa kom upp: (144) Table './webedpro/Counter' is marked as crashed and last (automatic?) repair failed