109, Reykjavík

Dalsel 19

81.900.000 KR
Raðhús
7 herb.
174 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Raðhús
  • Stærð 174 M²
  • Herbergi 7
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 5
  • Baðherbergi 3
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1979
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:

Vel skipulagt sjö herbergja ( fimm svefnherbergi og tvær stofur ) 174,3 fm. endaraðhús við Dalsel 19, 109 Reykjavík, á þremur hæðum með stæði í bílakjallara og sér geymslu inn af bílastæði. Mögulegt er að útbúa, sér leigueiningu með sérinngangi frá íbúðarherbergi á neðstu hæð hússins.  

Smelltu á link til að skoða húsið í 3-D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]


Nánari lýsing:  Aðkoma er góð, komið er inn á miðhæð hæð hússins. Búið er að útbúa skjólveggi þar í kring og sérafnotareitur þar meðfram húsinu sem snýr vel á móti sól.
Aðalhæð: Forstofa er með flísalagt gólf og fataskápum. 
Innangengt er frá forstofu inn á flísalagt gestasalerni með opnanlegum glugga, salerni og handlaug.
Hol er með parket á gólfi, stórum glugga sem gefur góða birtu inn og aðgengi þaðan í önnur rými hússins.
Eldhús er með flísum á gólfi, borðkrók og U-laga viðarinnréttingu með bæði neðri og efri skápum með flísum þar á milli. Bökunarofn er í vinnuhæð, helluborði og viftu. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innrétting. Gluggi í suður gefur góða birtu inn.
Stofa og borðstofa er opnu alrými, stúkað þó af að hluta til, parket er á gólfi og gluggar sem gefa góða birtu inn. Aðgengi er út frá stofu út á svalir sem snúa í norð-vestur. 
Frá holi er stigi upp á efri hæð hússins, steyptur stigi með parket á gólfi og viðarhandrið sem þarfnast betri festu.
Efri hæð: Á efri hæð er gangur með fjögur rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi og þvottarhúsi.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með fataskápum, parket á gólfi og útgengi út á svalir sem snúa í norð-vestur. 
Hin herbergin þrjú eru öll rúmgóð, eitt er þó stærra en hin tvö, það herbergi hefur verið notað sem sjónvarpsherbergi. Parket er á gólfi í tveimur herbergjum og dúkur á gólfi í í því þriðja.
Baðherbergi er með flísalagt gólf og flísalagða veggi, opnanlegum glugga, sturta með sturtugleri, upphengt salerni, handklæðaofn og hvítur skápur með handlaug og spegil þar fyrir ofan.
Þvottarhús er með vinnuborð með handlaug, aðstöðu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Efri skápur og hillur.
Neðri hæð: Frá holi á fyrstu hæð er steyptur teppalagður stigi niður á neðstu hæð hússins. Mögulegt er að útbúa leigueiningu á neðstu hæð hússins með sérinngangi á neðstu hæð.
Um er að ræða eitt íbúðaherbergi með gluggum sem gefa birtu inn, plast parket á gólfi. Þar fyrir innan er baðherberbergi með flísum á gólfi, handlaug og sturtu ásamt opnanlegum glugga. ( lagnarými stúkað þar af ) útgengi er frá íbúðarherbergi á neðstu hæð út á verönd.

Garðurinn er með aflokaða timburgirðingu allt í kring og verönd. Við hlið inngang inn á neðstu hæð er útigeymsla fyrir t.d. sláttuvél og þess háttar.

Stæði í bílageymslu fylgir með íbúð, geymsla er inn af því stæði ( geymslan og stæðið í bílageymslu er ekki inn í uppgefinni fm. tölu hússins). Sér húsfélag er fyrir bílageymsluhúsið við Dalsel 19-35. Það húsfélag er að fara láta setja upp rafmagnshleðslustöðvar, inneign er til í sjóði fyrir þeirri framkvæmd.

Skv seljanda, þá hafa eftirfarandi atriði verið endurnýjuð á undanförnum árum
Baðherbergin endurnýjuð árið 2017
Skipt var alla ofna í húsinu árið 2019 nema þessa tvo sem eru annars vegar í þvottahúsi á efstu hæð og hins vegar á baðherbergi á neðstu hæð.
Nýlegt gólfefni í tveimur herbergjum á efri hæð
Gluggar og gler á framhlið og við inngangshurð endurnýjað árið  2021 
Gólfefni í eldhúsi og forstofu endurnýjað árið  2021
Hurðir á neðri hæð endurnýjaðar árið 2021

Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / [email protected] og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / [email protected]

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-

 

Villa kom upp: (144) Table './webedpro/Counter' is marked as crashed and last (automatic?) repair failed