104, Reykjavík (Vogar)

Álfheimar 32

52.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
99 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 99 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1959
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX og Vilhelm Patrick Bernhöft löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: ÁLFHEIMA 32 - JARÐHÆÐ
Vel skipulögð 3-4 herbergja íbúð í Álfheimum. 

SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS

SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D
3D - OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR
3D myndataka er nýjung á Íslandi og fylgir öllum eignum sem koma í söluferli hjá mér.
Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í tölvu, síma eða snjalltæki, ferðast auðveldlega á milli herbergja með því að nota músina, örvatakkana á lyklaborðinu eða fingur og kynnt þér rýmið betur.
EKKI þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.
Ef þú lendir í vandræðum, ekki hika við að hafa samband við mig. 

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 99,4 fm og er geymsla og þvottahús innan íbúðar.
Um er að ræða íbúð á jarðhæð í Álfheimum 32 í 104 Reykjavík, nánar tiltekið íbúð merkt 01-0001 með fastanúmerið 202-1052 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðarréttindi.

Nánari lýsing:
Anddyri: Parketlagt.
Stofa / borðstofa: Björt stofa með parket á gólfi.
Eldhús: Góð innrétting og hillur. Lítill borðkrókur.
Þvottahús: Getur nýst sem auka barnaherbergi með því að færa þvottavélinna undir innréttingu í eldhúsi. 
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskápum. Gengið er út úr hjónaherberginu út á lítinn pall sem snýr í suður. 
Svefnherbergi 1: Parket á gólfum.
Baðherbergi 1: Flísar á gólfi og veggjum, baðherbergi með baðkari og góðri innréttingu.

Frá 2020 hefur eftirfarandi verið gert við íbúðina:
Nýtt gólfefni frá Birgisson var sett á, 14 mm harðparket í litnum Moon.
Nýjir gólflistar (hvítir)
Nýtt blöndunartæki og eldhúsvaskur úr IKEA.
Allir veggir og loft málað.
Nýjir rofar og tenglar í allri íbúðinni.
Eldhúsinnrétting máluð svört og settar voru nýjar borðplötur.

Til stóð að skipta um hurðir í íbúðinni og var parketlögnin gerð með það í huga að nýjir karmar ná lengra út en núverandi karmar. Er það nýrra eiganda að sjá um að klára þær framkvæmdir.
Búið er að samþykkja að teppaleggja stigagang í sameign og er búið að fjarlægja eldra teppi. Nýtt teppi á að vera ákomið á næstu vikum.

  
Allar nánari upplýsingar veitir Vilhelm Patrick Bernhöft löggiltur leigumiðlari,  fasteigna- og skipasali s: 663-9000 eða á [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Starfsmanni fasteignasölunnar hefur ekki verið bent á aðra galla á eigninni en fram koma í söluyfirliti þessu. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk

Villa kom upp: (144) Table './webedpro/Counter' is marked as crashed and last (automatic?) repair failed