111, Reykjavík (Efra Breiðholt)

Vesturberg 71

84.900.000 KR
Einbýli
9 herb.
227 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 227 M²
  • Herbergi 9
  • Stofur 3
  • Svefnherbergi 5
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1974
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

RE/MAX ásamt Þórdísi Björk Davíðsdóttur löggiltum fasteignasala kynna:
Rúmgott 9 herbergja einbýli með sérstæðum bílskúr og búið er að draga fyrir hleðslustöð í bílskúrnum.
Stór og skjólgóð viðarverönd er við húsið og aukaíbúð er í kjallara með sér-inngangi. Aðkoman að húsinu er virkilega snyrtileg og er hiti í gangstéttinni.
Upphaflega er húsið á þremur pöllum en nýlega var gerð lokun á milli íbúðarrýmis og kjallara v/íbúðar sem er möguleg til útleigu.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 227,1 fm og er íbúðarrýmið sjálft 192,8 fm og bílskúr 34,3 fm. Íbúð á hæð er 147,2 fm og íbúðin í kjallara er 45,6 fm.

Allar nánari upplýsingar veitir: Þórdís Björk Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10:00 og 18:00 alla virka daga eða á netfangið [email protected]
  
Nánari lýsing:
Vesturberg 71 er upphaflega einbýlishús á þremur pöllum áður en lokað var af fyrir íbúðinni. Hæð, efri hæð (pallur) og kjallari. Það er einfalt að breyta því aftur.
Á hæðinni eru fjögur svefnherbergi sbr. upphaflegar teikningar, baðherbergi, sjónvarps - tölvurými, eldhús, borðstofa miðrými og forstofa.
Á efri hæðinni er stofa og herbergi. Hæð og efri hæðin eru samtals 147,2 fm.
Í kjallara er 45,6 fm íbúð með sér inngangi.
Hæðin:
Forstofan er með góðu skápaplássi og flísum á gólfi. 
Miðrými húss er með miðurlímdu fiskibeinaparket á gólfi. Borðstofan er nokkuð rúmgóð og er við miðrýmið. Gluggi er til norðurs og er niðurlímt fiskibeinaparket. Eldhúsið er í ágætri stærð með glugga til norðurs. Ágætis skápapláss er í innréttingu, blöndunartæki endurnýjuð 2018, tengi er fyrir uppþvottavél og eru flísar á gólfi.  Herbergisgangur er úr miðrými hússins og er niðurlímt fiskibeinaparket á gólfi. Fremst á ganginum er upphaflega sjónvarpshol en í dag hefur það verið stúkað af með skápum sem tölvu/skrifstofu aðstaða. Á baðherberginu er baðkar, flísalögð sturta, ágætis innrétting, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, þakgluggi, upphengt salerni og flísalagt í hólf og gólf.
Hjónaherbergið er nokkuð rúmgott með góðum fataskápum og niðurlímdu fiskibeinaparketi á gólfi. Gluggar eru til tveggja átta. Við hlið hjónaherbergis er lítiið ca 5,5 fm herbergi með parketi á gólfi en er í dag nýtt sem geymslurými /búr.
Tvö barnaherbergi er til viðbótar á ganginum gengt baðherberginu en búið er að sameina þau í eitt. Skarð/sár er í parketi eftir að opnað var á milli.
Efri hæðin:
Gengið eru upp nokkur þrep á efri hæðina og er stofan þar. Mikil lofthæð og eru gluggar í þrjár áttir. Niðurlímt fiskibeinaparket er á gólfi. Við stigann er stór gluggi sem gefur sérlega skemmtilega birtu inn í miðrýmið, stofuna og borðstofuna.
Herbergi á efri hæðinni hefur verið nýlega stækkað frá uppruna sínum sbr. upprunalegar teikningar. Nýlegir fataskápar eru þar og er niðurlímt fiskibeinaparket á gólfi. Ekki er búið að sparsla og laga veggi sem og frágang á því herbergi.
Stigi er niður úr miðrými í kjallarann en því rými hefur verið lokað frá íbúðarrými og er þar komin 2ja herbergja íbúð m/sér inngangi. 
Kjallarinn:
Komið er inn í forstofu / gang íbúðar sem er flísalagður.
Í eldhúsinu er hvít innrétting, sérstæður bakarofn m/helluborði, ísskápur, uppþvottavél, vifta og er gluggi til austurs. Ísskápur og uppþvottavél fylgja.
Stofan og svefnherbergið eru í samliggjandi rými með nýlegum fataskápum og parketi á gólfi.
Á baðherberginu er nýlegur sturtuklefi, nýleg innrétting undir og við handlaug, salerni, handklæðaofn, gluggi til loftunar og flísar á gólfi og upp á vegg.
Þvottahús og geymsla er við hlið salernis og er það að hluta undir stiga en rýmist þó vel bæði þvottavél og þurrkari.
Garðurinn:
Garðurinn er á þrjár hliðar hússins og er hann einfaldur í viðhaldi. Við innganginn er gangstétt en svo tekur við stór og skjólgóð viðarverönd og er sólin þar allan daginn. Pallurinn er á hluta suðurhliðar og einnig vestur og norður hlið hússins. Norðan megin eru þvottasnúrur og geymsluskúr en einnig inngangur í kjallaraíbúðina.
Bílskúrinn:
Bílskúrinn er sérstæður en er fremstur í bílskúralengju gengt íbúðarhúsinu. Í honum er heitt og kalt vatn, sér hurð fyrir inngang við hlið bílskúrshurðar og er opnanlegur gluggi. Nýlega var skipt um gler og steyptir fletir málaðir. Dregið hefur verið fyrir hleðslustöð í bílskúrinn. Húsfélag er fyrir bílskúrana.

Um er að ræða sérlega gott fjölskylduhús með góðu rými innan sem utan.
Komið er að gluggaskiptum á nokkrum gluggum og fylgja nokkrir nýir með. Búið er að skipta um glugga í 
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
 
Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við sölu á fasteignum frá 2011og legg ég áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við seljendur og kaupendur.
Þú færð frítt sölumat hjá mér og án skuldbindingar.
Hafðu samband í dag í síma: 862-1914 eða á netfangið [email protected]
 
Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk