107, Reykjavík (Vesturbær)

Grenimelur 14

78.900.000 KR
Fjölbýli
7 herb.
136 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 136 M²
  • Herbergi 7
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 5
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1946
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

REMAX & SALVÖR DAVÍÐS lgf. & GULLI lgf. KYNNA:  
Falleg 136,9 fm, 7 herbergja hæð og ris með tvö baðherbergi í hjarta Vesturbæjar að Grenimel 14. Einstaklega vel staðsett íbúð í nálægð við alla helstu þjónustu s.s. skóla, leikskóla, háskóla, matvöruverslun og sundlaug Vesturbæjar. ÚTLEIGUMÖGULEIKAR Á RISLOFTI: Þrjú herbergi eru á rislofti ásamt baðherbergi og geymslu með tengi fyrir þvottavél og er farið þangað inn af sameiginlegum stigagangi.

2001 - Skipt var um glugga í risi. Þak endurnnýjað
2006 - Húsið múrviðgert og steinað. Skipt um þakkant, gler og glugga í stofu. Skólpið og dren tekið í gegn.

*** Smelltur hér til að sækja þér söluyfirlit milliliðalaust

*** Smelltu hér til að skoða eignina í 3D.

*** Fasteignamat 2022 er 70.150.000 kr. skv. Þjóðskrá Íslands ***

NÁNARI LÝSING:  Eignin er skráð samtals 136,9 fm hjá Þjóðskrá Íslands sem skiptist í íbúð (109,7 fm) og risloft (27,2 fm).
Íbúðin (109,7 fm) samanstendur af anddyri/holi, eldhúsi, stofu, borðstofu/herbergi, húsbóndaherbergi, svefnherbergi með fataherbergi og baðherbergi.
Risloft (27,2 fm undir súð - gólf fermetrar eru því fleiri) samanstendur af 3 herbergjum, baðherbergi og sér geymslu. 
Geymsla (2,2 fm) undir útitröppum í kjallara og sturta í kjallara er sameign 1. og 2. hæðar. Sameiginlegt þvottahús er í sameign allra í kjallara og er hver og einn með sína vél þar. Sameiginlegur garður umlykur húsið og verður sett um 9 fm sameiginlegt garðhýsi í bakgarðinn. Sameignin og aðkoman er öll mjög snyrtileg og er inngangur sameiginlegur með 1. hæðinni.

Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
  Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða [email protected] 
  Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 eða [email protected]

HÆÐ:
Anddyri/Hol: Rúmgott og flísalagt með fataskápum (lausum), fatahengi og þaðan er farið inn í önnur rými eignarinnar.
Eldhús: Rúmgott og bjart með glugga á tvo vegu, nýlegri eldhúsinnréttingu, skemmtilegri eyju með skúffum, tveir ofnar í vinnuhæð (annar líka örbylgjuofn), innbyggðri uppþvottavé (fylgir), tvöföldum ísskáp (fylgir) og fallegum háf.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott og með fataherbergi inn af.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og vegg að hluta, upphengt salerni, sturta, hvítur vaskaskápur og gluggi. Auðvelt er að setja hurð inn í hjónaherbergi.
Borðstofan / svefnherbergi: Rúmgóð og björt með litlum fataskáp fyrir framan. Er notuð í dag sem svefnherbergi en einfalt er að opna inn í stofuna.
Stofan: Rúmgóð og björt og hálfopin inn í húsbóndaherbergið.
Húsbóndaherbergið: Er inn af stofunni og er í dag notað sem borðstofa. Þaðan er farið út á fínar svalir.
Svalir: Fínar svalir út frá húsbóndaherberginu.
Gólfefni: Parket, flísar og dúkur.

RISLOFT (að hluta til undir súð og gólffermetrar því fleiri en uppgefnir fermetrar):
Stigapallur: Komið er upp af stigagangi á sameiginlegan gang með 1. hæðinni þar sem er dúkur á gólfi, fatahengi, dyrasími og veggfast borð.
Herbergi 1: Ágætlega rúmgott, með lausu fataskáp (fylgir), þakglugga og góðu geymslurými undir súð.
Herbergi 2: Ágætlega rúmgott með þakglugga og góðu geymslurými undir súð.
Herbergi 3: Ágætlega rúmgott með þakglugga og góðu geymslurými undir súð.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og vegg að mestu, upphengt salerni, sturtuklefi, hvítur vaskaskápur, handklæðaofn, þakgluggi og gott geymslurými undir súð.
Geymsla: Fín geymsla með tengi fyrir þvottavél.
Gólfefni: Parket, flísar og dúkur

Geymsla: Sér geymslur undir súð á rislofti. Geymsla (2,2 fm) undir útitröppum í kjallara og sturta í kjallara er sameign 1. og 2. hæðar.
Stigagangur: Er mjög snyrtilegur og sameiginlegur með 1. og 2. hæð. Gólfefni dúkur og teppi.
Þvottahús: Sameiginlegt og er í sameign allra í kjallara.
Garður: Sameiginlegur umhverfis húsið. Húsfélagið er að setja upp um 9 fm garðhýsi í bakgarðinum og er það kostnaður sem seljendur greiða.

Um er að ræða virkilega vel staðsetta eign með góða útleigumöguleika á eftirsóttum stað í hjarta vesturbæjar Reykjavíkur þar sem öll helsta þjónusta er í stuttu göngufæri.

Endurbætur á húsi:

2001
- Skipt var um glugga í risi.
- Þak endurnnýjað
2006
- Húsið múrviðgert og steinað
- Skipt um þakkant, gler og glugga í stofu
- Skólpið og dren tekið í gegn.

Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
 Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasalií síma 844-1421 / [email protected]
 Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / [email protected]

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D – ÞITT EIGIÐ OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR!
ATH! Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D. Bara smella á hlekkinn og nota músina eða örvatakkana á lyklaborðinu til að labba um eignina. Ef þú lendir í vandræðum, ekki hika við að vera í sambandi.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk