210, Garðabær

Holtsvegur 37

Tilboð
Fjölbýli
4 herb.
127 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 127 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2016
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Opið hús: 20. september 2021 kl. 17:00 til 18:00.

Opið hús: Holtsvegur 37, 210 Garðabær, Íbúð merkt: 01 01 03. Eignin verður sýnd mánudaginn 20. september 2021 milli kl. 17:00 og kl. 18:00.

RE/MAX og Dagbjartur Willardsson lgf. kynna Holtsveg 37 íbúð 0103 - fnr. 235-2614

  
Íbúðin er virkilega vönduð og er á 1.hæð í 5 hæða lyftuhúsi. Skráð stærð er 127,0 fm., þar af er íbúðarhluti  113,9 og stór 13,1 fm. geymsla. Komið er inn í forstofu og á hægri hönd eru tvö svefnherbergi og baðherbergi með þvottahúsi inn af sem lokað er með rennihurð. Gengt forstofu er svo sjónvarpsrými sem mætti breyta í þriðja svefnherbergið og færa sjónvarpið í stofuna. Á vinstri hönd er svo stórt rými með eldhúsi og stofu/borðstofu. Bílstæði í bílakjallara fylgir með íbúðinni.

Íbúðin er virkilega björt og skemmtileg í húsi sem byggt var árið 2016. Íbúðin er á 1. hæð og er með stórum 41,1 fm sérafnotafleti með hellulagðri verönd og grasflöt. Sameiginlega grasflötin er mjög lítið notuð af öðrum íbúum hússins.

- Strætó biðskýli við húsið.
- Göngustígur að skóla og sundlaug.
- Stutt niður að Urriðavatni.
- Golfvöllur Odda er í hverfinu og einnig er stutt í náttúruparadísina Heiðmörk. 

 

·            
3D - SKOÐAÐU EIGNINA Í ÞRÍVÍÐU UMHVERFI HÉR - 3D
 
FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.
 
 
Nánari lýsing:
 
Forstofa: Parket á gólfi og fataskápur úr eik.
 
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö og eru þau bæði með parketi á gólfi. Fataskápar úr eik eru í báðum herbergjum.
 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtuaðstöðu og glerþili. Eikar innrétting með hvítri steinborðplötu og handlaug. Upphengt salerni. Handklæðaofn.

Þvottahús: Er inn af baðherbergi og er lokað með rennihurð. Flísar á gólfi. Hvít stór borðplata með vaski og blöndunartækjum.
 
Stofa: Stórt rými sem myndar eina heild með eldhúsi. Parket á gólfi. Gengið er út úr stofu á verönd sem er hellulögð og svo er grasflöt sem er sér afnotaflötur íbúðar og er samkv. Þjóðskrá 41 fm.

Sjónvarpsrými/vinnuaðstaða: Liggur að stofu og er með parketi á gólfi. Lítið mál að breyta í svefnherbergi.
 
Eldhús: Parket á gólfi. Góð innrétting sem er blanda af eik og hvítu með steinborðplötu. AEG helluborð með viftu yfir og bakaraofn. 
 
Geymsla: Rúmgóð læst geymsla á jarðhæð sem er skráð 13,1 fm.
 
Lóð: Frágengin lóð með stórum sérafnotafleti með hellulögn og tyrftum bletti. 
 
Bílastæði: Stæði í læstu bílahúsi fylgir með íbúðinni. Einnig eru stæði í ólæstu yfirbyggðu bískýli á jarðhæð fyrir gesti í húsinu.
 
 

Íbúðin er virkilega björt og skemmtileg í húsi sem byggt var árið 2016. Íbúðin er á 1. hæð og er með stórum 41,1 fm sérafnotafleti með hellulagðri verönd og grasflöt. Sameiginlega grasflötin er mjög lítið notuð af öðrum íbúum hússins.
Strætó biðskýli við húsið. Göngustígur að skóla og sundlaug. Stutt niður að Urriðavatni. Golfvöllur Odda er í hverfinu og einnig er stutt í náttúruparadísina Heiðmörk. 


 
Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected] -

Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. 

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%).
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.