470, Þingeyri

Aðalstræti 26

56.900.000 KR
Fjölbýli
14 herb.
418 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 418 M²
  • Herbergi 14
  • Stofur 3
  • Svefnherbergi 11
  • Baðherbergi 8
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1947
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING


RE/MAX kynnir:  Eign á mjög góðum stað í hjarta Þingeyrar við Dýrafjörð. Um er að ræða húseign á þremur hæðum samtals 418 m2 við Aðalstræti 26. Í húsinu eru þrjár íbúðir, mis stórar sem henta vel, bæði til útleigu og eigin búsetu.  Atvinnuástand á Þingeyri er gott  góður leik og grunnskóli, góðar samgöngur til Ísafjarðar.   
** Eigandi tilbúinn að skoða skipti á eign **                              fá söluyfirlit strax þá smelltu hér

 Síðustu árin hefur verið rekið gistiheimili í húsinu „Við Fjörðinn“ með margvísilegum gistimöguleikum m.a. séríbúðum eða stök herbergi með eða án baðherbergis og/eða með aðgang að eldhúsi og sameiginlegu rými. Þetta form gistirýmis getur gefið fjölbreytta möguleika. Góður garður, góð aðstaða til útiþurrkunar á þvotti í garði eða þurrkhjalli á lóð, glæsilegt útsýni, stutt í skóla, leikskóla, íþróttamannvirki, félagsheimili, söfn og hina margrómuðu sundlaug á Þingeyri, allt í göngufæri. Stutt í fjöruna, stutt til fjalla, kjörin staðsetning til útivistar og hreyfingar úti í náttúrunni.
Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk sem hefur hug á því að breyta til, hefja eigin rekstur eða bara búa í stóru húsi.
Með í kaupunum fylgja tæki og innbú í samræmi við eignalista frá seljanda þ.m.t. nafnið Við Fjörðinn, netfang og lén.    nánari upplýsingar  Sigrún Matthea lgf.  sími 695-3502 eða netfang  [email protected]  
Rekstur hússins sem gistiheimilis hefur verið árstíðarbundið þ.e. frá maí til september. Yfir vetrartímann hefur verið opið eftir samkomulagi.
Við opnun Dýrafjarðarganga seinnihluta árs 2020 urðu straumhvörf í samgöngum á svæðinu bæði fyrir norðan- og sunnanverða Vestfirði, með heilsársvegi sem opinn er allt árið. Við þetta opnast margir möguleikar fyrir vetrarferðamennsku jafnt sem sumarferðamennsku.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir kraftmikið fólk sem hefur áhuga á að breyta til og hefja eigin rekstur í ört vaxandi samfélagi með mikla möguleika.
Kaupandi þarf að sækja um rekstrarleyfi ef reka á gistiheimili í húsinu þar sem núverandi eigendur hafa ekki haft rekstur í því um skeið.
Húsið hefur síðasta ár verið leigt út í heild sinni til einkaaðila og sá samningur nú út runninn. 
Eign sem vert er að skoða.
Nánari lýsing eignar: 
Jarðhæð:   Lítil íbúð m/sérinngang forstofu stofu svefnherbergi eldhúskrók og baðherbergi m/ salerni og sturtu.  Gólfefni eru flísar,
íbúð er sérútbúin fyrir hreyfihamlaða. 
Hæð I: Lítil íbúð m/sérinngang forstofu stofu svefnherbergi eldhúskrók og baðherbergi m/ vegghengdu salerni og sturtu, gólfefni eru gólfdúkur og flísar. 
Þessar íbúðir eru í útleigu. 
Hæð I:  Forstofa: Flísar á gólfi.
Dagstofa:  Björt og rúmgóð gólfdúkur á gólfi. 
Eldhús: Bjart og rúmgott gólfdúkur á gólfi.
Svefnherbergi I: Gólfdúkur á gólfi. 
Svefnherbergi II: Gólfdúkur á gólfi. 
Svefnherbergi III: Gólfdúkur á gólfi baðherbergi m/ salerni og sturtu. 
Forstofa: Gólfdúkur á gólfi. 
Hol / Gangur:  Harðparket á gólfi  gestasalerni I og II eru á gangi/holi. 
Hæð II  Forstofa og stigi:  Gólfdúkur  á gólfi
Hol / Gangur: Gólfdúkur á gólfi.
Svefnherbergi I: Harðparket á gólfi. 
Svefnherbergi II: Harðparket á gólfi  baðherbergi m/ salerni og sturtu.
Svefnherbergi III: Harðparket á gólfi lítil handlaug.
Svefnherbergi IV: Harðparket á gólfi lítil handlaug.
Svefnherbergi V: Harðparket á gólfi  baðherbergi m/ salerni og sturtu  gengið út á svalir úr herbergi.
Svefnherbergi VI: Harðparket á gólfi lítil handlaug. 
Baðherbergi: Vegghengt salerni sturta flísaklædd gólf og veggir að hluta. 
Kjallari:  Þvottahús þvottavélar og varmaskiptir.
Innbú fylgir sjá eignalista frá eiganda. 
Nóg er af bílastæðum við eignina.
Lóð er gróin og þar er góð aðstaða til að njóta útiveru. 
Eign sem vert er að skoða. Eigandi sýnir eignina. 
Kominn er tími á viðhald á einhverjum gluggum og gleri í eigninni, og sjáanlegar múrskemmdir eru utanhúss við útitröppur. 

Eignin selst í því ástandi sem hún er og væntanlegum kaupendum ráðlagt að skoða eignina vel. 
Í lögum um fasteignakaup lög nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 


Þetta er spennandi eign með sögu, upphaflega var húsið byggt sem sjúkraskýli og var það samvinnuverkefni Breta og Íslendinga. Í gegnum áratugina var töluvert af skipum frá Bretlandi við veiðar úti fyrir Vestfjörðum og sóttu sjómennirnir og útgerðin þjónustu til Þingeyrar. Var það að miklu leiti vegna vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar, sem tók til starfa 1913, að skipstjórnendur völdu frekar að koma til hafnar á Þingreyri en á öðrum stöðum. Það var ekki sá hlutur sem starfsmenn vélsmiðjunnar ekki gátu reddað, ef hann var ekki til þá var hann bara smíðaður. Er vélsmiðjan enn starfandi, nánast í óbreyttri mynd og er þar með elsta starfandi vélsmiðja á landinu. Það er mjög gaman að koma þangað því enn er unnið með gamla laginu í bland við nýrri aðferðir.
Smiðjan er að hluta til rekin sem safn sem vert er að heimsækja.
Þingeyri stendur við Dýrafjörð og er einn af 5 þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar með um 250 íbúa miðsvæðis á Vestfjörðum, á mörkum norður og suðursvæðis. Nafnið Þingeyri mun vera dregið af Dýrafjarðarþingi sem þar var háð til forna. Rétt neðan við eignina eru friðlýstar minjar þar sem vel má sjá móta fyrir þessum fornu þingtófum eða þinghólum. Unnið er að merkingu þessara minja. Þingeyri er mjög gamall verslunarstaður og þar stendur meðal annars pakkhús eða vörugeymsla frá fyrri hluta 18 aldar. Pakkhúsið var byggt 1734 en það er talið vera eitt af elstu húsum landsins. Í þessu húsi er í dag aðstaða handverkshópsins Koltru og upplýsingamiðstöð ferðamanna. Það er einnig mjög áhugavert að heimsækja pakkhúsið, því þar má finna anda liðinna tíma í bland við allskonar handverk sem framleitt er á svæðinu af fjölbreyttum hóp handverksfólks.
Þingeyri hefur verið þekkt fyrir öflugt félagslíf og mikla gestrisni, það er mjög vel tekið á móti aðkomufólki, hvort heldur sem það hyggur á búsetu eða kemur bara í heimsókn. Það er öflugt íþróttalíf á Þingeyri og góð aðstaða til íþróttaiðkunar bæði utan- sem innandyra. Íþróttamiðstöð með sundlaug og íþróttahúsi var tekin í notkun árið 1997. Þessi aðstaða er mjög vel nýtt og má segja að sundlaugin vikri sem félagsmiðstöð, því þar hittist fólk á öllum aldri, til að hreyfa sig, hitta aðra, spjalla og fá sér kaffi. Því já, það er boðið upp á kaffi á sundlaugarbakkanum. Þineyrarakademían hittist jafnan í sundlauginni þar sem þjóðmálin eru rædd og ef þurfa þykir þá tekur hún einnig virkan þátt í þjóðmálaumræðunni með því að senda frá sér ályktanir sem birtar hafa verið í netmiðlum landsins.
Gott útisvæði er einnig við íþróttamiðstöðina og hefur íþróttafélagið Höfrungur haft veg og vanda af þeirri uppbyggingu í samstarfi við Ísafjarðarbæ, ásamt því að halda úti fjölbreyttu íþróttastarfi. Við íþróttamiðstöðina er einnig mjög gott tjaldstæði sem hefur verið rómað fyrir góða aðstöðu og þjónustu. Golfvöllur er rétt utan við Þingeyri og þykir mögum gestinum hann vera einn af fallegri golfvöllum landsins. Reiðhöll og aðstaða fyrir hestamennsku er einnig rétt utan við Þingeyri. Góð aðstaða fyrir skíðafólk er innan seilingar, bæði til að stunda hefðbundna skíðamennsku eða fjalla og gönguskíðamennsku. Margar náttúruperlur eru í nágrenninu t.d. einn af fallegustu fossum landsins, fossinn Dynjandi. Áhugaverðar gönguleiðir eru einnig í nágrenninu þar sem meðal annars er hægt að ganga um slóðir Gísla Súrssonar í Haukadal og hinn sögufræga stað Hrafnseyri. Möguleikarnir eru óendanlegir með mismunandi erfiðleikastig, eitthvað fyrir alla. Miklar og langar fjörur eru meðfram öllum Dýrafirðinum með fjölskrúðugt dýralíf, bæði fuglar og selir sem flatmaga í fjöruborðinu, hvalir koma einnig oft í heimsókn inn í Dýrafjörðinn.
Aðal atvinnugrein Þingeyringa hefur í gegnum tíðina verið tengd sjávarútvegi, en í dag er hún að verða æ fjölbreyttari og er mikill uppgangur í ferðaþjónustu. Afþeyringarmöguleikar innan ferðaþjónustu eru næstum óþrjótandi, eitt þekktasta kaffihús Vestfjarða, Simbahöllin er á Þingeyri þar, sem hægt er að gæða sér á ekta belgískum vöfflum ásamt léttum framandi réttum. Hestaleiga, hjólaleiga, Víkingaskálinn, Víkingasvæðið með góðri aðstöðu, „art-residence“ þar sem listamenn víðsvegar að úr heiminum koma og dvelja í mis langann tíma, listasýningar, Hjónaballið, Þorrablót, Kómedíuleikhúsið, leiklistarakademía Dýrafjarðardagar, Hlaupahátíðin sem hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár, hjólahátíð o.fl. o.fl.
Blábankinn, nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð er einnig staðsettur á Þingeyri sem gefur Þingeyri nokkra sérstöðu frá öðrum minni kjörnum innan Ísafjarðarbæjar. Blábankinn gegnir margvíslegu hlutverki og hefur staðið fyrir allskonar uppákomum þar sem þátttakendur hafa komið að allstaðar að úr heiminum. Í Blábankanum er einnig hægt að leigja skrifstofuaðstöðu eða skrifstofurými til lengri eða skemmri tíma sem gæti mjög vel hentað fyrir störf án staðsetningar. Einnig sinnir Blábankinn ákveðnu þjónustuhlutverki fyrir Ísafjarðarbæ ásamt því að vera með bankaþjónustu fyrir íbúana 2 tíma á viku. Tilkoma Blábankans hefur haft mikil áhrif fyrir íbúa Þingeyrar. Blábankinn er vettvangur fyrir nýsköpun og samfélagseflinu.
Verið er að leggja ljósleiðara inn í bæinn og eru nú þegar nokkur hús tengd við hann og má því segja að netsamband á Þingeyri sé og verði með besta móti í framtíðinni.
Með tilkomu brúar yfir Dýrafjörð og jarðgangna undir Breiðdalsheiði bötnuðu samgöngur til muna og gerir það að verkum að auðvelt er að komast á aðra menningarviðburði í nágrenninu og gerir að sama skapi öðrum auðveldara fyrir að koma á þá margvíslegu menningarviðburði sem haldnir eru á Þingeyri.
Ný samgöngubót er við það að verða að veruleika, en það er opnun Dýrafjarðargangna sem mun gera það að verkum að Þingeyri verður staðsett í hjarta Vestfjarða. Með opnun gangnanna er komin aðgengilegur hringvegur um Vestfirði sem skapar mikla möguleika fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og mun tilkoma þeirra stytta Vestfjarðarveg um 27,4 km.
Unnið er að markaðssetningu þessa hringvegar sem nýrrar ferðamannaleiðar með aðkomu Vestfjarðarstofu og Vesturlandsstofu.
Á Þingeyri er öll grunnþjónusta til staðar þar með talið læknisþjónusta nokkra daga í viku ásamt útibúi frá apóteki á Ísafirði, hjúkrunarheimili er einnig rekið á Þingeyri. Góður leikskóli með engan biðlista og góður skóli. Hægt er að sækja alla aðra almenna þjónustu til Ísafjarðar sem er bara í um 48 km fjarlægð.
Á Ísafirði og Bíldudal eru flugvellir með reglulegar ferðir til Reykjavíkur.
Þetta allt gerir Þingeyri að spennandi stað hvort heldur sem er fyrir búsetu eða sem stað til að heimsækja.
Tækifærin eru þarna, þarf bara að nálgast þau.
 

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Matthea lgf.   sími 695-3502    eða á netfang [email protected]
Ertu í söluhugleiðingum / fasteignahugleiðingum ?   Hafðu samband og ég verðmet eignina þína þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga fyrir þig.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.