107, Reykjavík (Vesturbær)

Rekagrandi 4

61.900.000 KR
Fjölbýli
5 herb.
114 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 114 M²
  • Herbergi 5
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1984
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (s:662-6163/[email protected]) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynnir rúmgóða fimm herbergja ibúð á tveimur efstu hæðunum ásamt stæði í bílageymslu við Rekagranda 4. Íbúðin er skráð 114fm en er töluvert stærri þar sem báðar hæðir eru að hluta undir súð, gólfflötur ca 133fm að sögn seljanda. Á neðri hæð er gangur, baðherbergi, tvö svefnherbergi, stofa/borðstofa og eldhús. Á efri hæð er hol, tvö herbergi og snyrting auk geymslulofts. Innangengt er úr stigahúsi í bílageymsluhús. 

SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS 


NÁNARI LÝSING
Neðri hæð:
Gangur; Komið er inná gang með flísalögðu gólfi og er innfelldur skápur á ganginum.
Baðherbergi; er flísalagt í hólf og gólf, mað baðkari og sturtuklefa, vaskur í innréttingu og tengi f. þvottavél/þurrkara. Gluggi.
Eldhús; Gólf er flísalagt, stór innrétting úr kirsuberjaviði, gaseldavél og háfur og rými fyrir matarborð í miðrými, kvistgluggi með glæsilegu útsýni yfir Faxaflóa.
Stofa/borðstofa; eitt rúmgott rými, parketi á gólfi að mestu en flísar að hluta tengt gangrými, útgengt út á skjólgóðar svalir með útsýni til suðurs yfir Reykjanes.
Herbergi #1; Rúmgott, nýlegt parket á gólfi og góðir fataskápar.
Herbergi #2; Rúmgott, málað parket á gólfi.
Efri hæð: Hringstigi liggur úr stofurými uppá efri hæð.
Hol; með parketi á gólfi og glugga. Úr holi er innangegnt í 2 herbergi og snyrtingu. Búið er að útbúa geymsluloft með aðgengi úr holi.
Herbergi #3; málað gólf.
Herbergi #4; Mjög rúmgott, parket á gólfi og gluggar í 2 áttir.
Snyrting; wc, málað gólf.
Sérgeymsla; er í kjallara, með hillum og glugga.
Bílageymsla; bílastæði í bílageymslu merkt 12 B16, innangengt í sameign. Þvottastæði er í bílageymslu.

Þetta er rúmgóð íbúð sem getur hýst stóra fjölskyldu. Staðsetning er góð og útsýni frábært. Öll þjónusta er í næsta nágrenni, auk þess skóli og leikskóli í götunni.

Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða [email protected] 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali. 3. Lántökugjald nýrra lána er almennt ca. kr. 50.000. fast gjald óháð lánsfjárhæð. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði