210, Garðabær

Lyngás 1f

Tilboð
Fjölbýli
4 herb.
102 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 102 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2019
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX KYNNIR: í einkasölu: Rúmgóða og bjarta fjögurra herbergja 102,9 fm. í nýlegu lyftuhúsi við Lyngás 1f, Garðabæ.  Bílastæði fylgir í lokaðri bílgeymslu.  Íbúðin sjálf er 98,1 fm. með sérinngangi af svalagangi og skiptist í forstofu, eldhús, stofu- og borðstofu með útgengt út á svalir, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél. Sérgeymsla fyrir íbúð fylgir stærð 12,8 fm. 
Mjög fallegt útsýni er úr íbúð til norð-vesturs, vel staðsett eign í vinsælu og góðu hverfi í Garðabæ. Stutt í alla helstu þjónustu, leik- og grunnskóla, íþróttastarf, sundlaug, matvöruverslanir ofl.
Nánari lýsing:
Forstofa er með fataskáp. 
Eldhús er með fallegri innréttingu, gott skápa og borðpláss. Parket á gólfum.
Stofa- og borðstofa er mjög björt og rúmgóð, svalir stærð 6,6 fm.
Svefnherbergin eru þrjú og með góðum fataskápum. Parket á gólfum.
Baðherbergi er með sturtu, hvítri vaskinnréttingu og góðum skápum. Handklæðaofn og upphengdu salerni
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Bílastæði fylgir íbúð í lokaðri bílgeymslu.
Garður er stór og sameiginlegur, m.a. með leiktækjum fyrir börn og góðum göngustígum.Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Ástþór Reynir í síma 899-6753 [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.