YFIRLIT
-
Tegund Fjölbýli
-
Stærð 100 M²
-
Herbergi 4
-
Stofur 1
-
Svefnherbergi 3
-
Baðherbergi 1
-
Inngangur Sameig.
-
Byggingarár 1968
-
Lyfta Nei
-
Bílskúr NEI
LÝSING
EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN
** Vinsamlega bókið skoðun á tölvupóstfang hjá fasteignasala fyrir auglýst opið hús. Allir eru beðnir að mæta með andlitsgrímu og gæta að sóttvörnum.
RE/MAX Senter kynnir 4ra herbergja íbúð á 3. hæð að Hjaltabakka 26 í Reykjavík. Húsið hefur verið mikið endurnýjað í gegnum árin og hefur margt í íbúðinni einnig verið endurnýjað. Göngufæri er í leikskóla, grunnskóla, íþróttaiðkun, sundlaug og í Mjóddina er hægt að sækja ýmsa þjónustu. Góðir göngu- og hjólastígar eru um hverfið og í Elliðaárdalinn.Eignin skiptist í forstofuhol, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Íbúðareignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 100,5 m2. Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af teppalagðri sameign. Innan íbúðar tekur við parket sem flæðir inn í stofu og svefnherbergisgang. Nýlegur spónlagður fataskápur í forstofu.
Eldhús er með hvítri innréttingu á tveimur veggjum, efri skápar á öðrum þeirra. Brúnar boðrplötur. Gott pláss fyrir borð og stóla. Útgengi er út á svalir til vesturs í átt að garði og skólalóð.
Stofa er björt. Parket á gólfi. Til eru nýir ofnar sem ætlað er að setja upp inni í stofu og munu þeir fylgja.
Baðherbergi var endurnýjað 2020. Hvítar fibo baðplötur á veggjum og gráar vinyl flísar á gólfi. Gólfhiti (vatns). Viðarinnrétting við handlaug og speglaskápur með ljósi. Stór skápur á einum vegg, upphengt salerni og rúmgóður sturtuklefi. Aðstaða og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Barnaherbergin eru tvö. Eldri parket á gólfum.
Hjónaherbergi er rúmgott. Fataskápur með rennihurðum nýr frá árinu 2019. Perket á gólfi.
Geymsla er sér í sameign í kjallara.
Þvottahús og þurrkherbergi er í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign á 1. hæð.
Þirf á sameign er eitt af því sem er innifalið í gjaldi húsfélags.
Endurbætur: Húsið var múrviðgert og málað á árunum 2017-2019. Einnig voru svalir viðgerðar og skipt um flesta glugga og þakrennur. Þak var viðgert stuttu áður. Þakgluggar eru einnig nýlegir og timburvirki undir gluggum hefur verið endurnýjað á þremur hliðum húss. Skápar á gangi, hjónaherbergi og baðherbergi frá 2019-2020, einnig parket og baðherbergi. Eldhúsi var breytt 2020.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún í síma 864-0061 / [email protected]
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.