109, Reykjavík

Urðarstekkur 5

135.000.000 KR
Einbýli
12 herb.
295 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 295 M²
  • Herbergi 12
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 4
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1969
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Opið hús: 24. janúar 2021 kl. 13:00 til 14:00.

Opið hús: Urðarstekkur 5, 109 Reykjavík. Eignin verður sýnd sunnudaginn 24. janúar 2021 milli kl. 13:00 og kl. 14:00.

Remax Senter og Karl Lúðvíksson Löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlishús með tveimur auka íbúðum að Urðarstekk 5 í Reykjavík. Húsið er samtals 295,2 fermetrar að stærð með tveimur auka íbúðum sem eru innréttaðar á mjög smekklegan hátt. Sérstaklega glæsilegt einbýlishús í fjölskylduvænu hverfi, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu við Elliðaárdalinn. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og er fullbúið að innan sem utan. Skipt hefur verið um allar vatns og rafmagnslagnir. Lóð, stéttar og verönd endurnýjaðar. Að viðbættum fermetrafjölda er 30 fm geymsla sem er ekki skráð rými. Umhverfið er einstaklega rólegt enda botnlangagata, mikill gróður og skjólgott, stutt í Elliðarárdalinn, útivistarperlu Reykjavíkur. Þarna eru göngu- og hjólaleiðir til allra átta og náttúran einstök. Skólar og öll þjónusta er innan seilingar og staðsetning er einstaklega miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.  Fyrir frekari upplýsingar um eignina hafið samband við Karl Lúðvíksson lgf í s: 663-6700 eða [email protected]

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT STRAX.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3-D.  AÐALHÆÐ
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3-D.  LEIGUÍBÚÐ
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3-D.  STUDIOÍBÚÐ


Nánari lýsing:

Andyri: Fallegt anddyri með stórum fataskáp með rennihurð. Í anddyri er einnig snyrtilegt gestasalerni. Vinylparket á gólfi.
Stofa: Stór, björt og opin stofa sem er í senn borðstofa og sjónvarpsstofa. Milli stofu og anddyris er arinstofa með arin og þaðan er útgengt út í sólríkan hellulagðan sólpall. Gólfið í stofunni er flotað á afar smekklegan hátt en á gólfi í arinstofu er vinylparket. Úr arinstofu er hringstigi á neðri hæð þar sem er stórt gluggalaust hobbyherbergi.
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott með miklu skápa-, borð- og vinnuplássi. Þar er innbyggð uppþvottavél, stór Smeg gaseldavél og pláss fyrir tvöfaldann ísskáp. Flotað gólf. Inn af eldhúsi er þvottahús/búr.
Baðherbergi: Rúmgott og glæsilegt baðherbergi með sturtu og upphengdu salerni. Inngangur er inn í hjónasvítu sem hægt er að loka með rennihurð. Flotað gólf.
Hjónasvíta: Sérstaklega rúmgóð og glæsileg hjónasvíta með útgengi út í garð og frístandandi baðkari. Stórt fataherbergi með tveimur gluggum, algjör lúxus svíta. Flotað gólf.
Barnaherbergi: Rúmgott herbergi með fataskáp og flotuðu gólfi.
Hobbý herbergi: Niður hringstiga er gengið í 25 fermetra herbergi sem nýtist vel sem hobbý herbergi í dag.
Þvottahús/búr: Inn af eldhúsi er þvottahús/búr með innréttingum og pláss fyrir auka Ísskáp ofl.

Nánari lýsing aukaíbúðir:

Tveggja herbergi íbúð: Á neðri hæð eru tvær auka íbúðir. Báðar íbúðir eru með sér inngangi og eru fullbúnar. Önnur er tvegggja herbergja um 50 fermetrar að stærð með sérinngangi, hún er fullbúin. Komið er inn í nett andyri á vinstri hönd er baðherbergi með sturtu og á hægri hönd er svefnherbergi með fataskápum. Stofa og eldhús er í alrými sem er bjart með góðum gluggum til norðurs. Gólfefni er flotmúr og það er gólfhiti.
 
Studioíbúð: Þessi íbúð var áður bílskúrinn, en er í dag fullbúinn studio íbúð sem er 41,4 fermetrar að stærð. Alrými, stofa og eldhús er bjart með góðum gluggum til vesturs og sérinngangi. Vínyl parket á gólfi 

Seljandi hefur tekið saman hvað var framkvæmt og endurnýjar í Urðarstekk 5:
- Nýtt rafmagn í öllu húsinu.
- Allar neyslulagnir og frárennslislagnir endurnýjaðar að innan.
- Ný hitalögn í gólfum.
- Ný blöndunartæki, salerni, handlaugar,  sturtur og bað í húsinu.
- Nýtt gler í öllu húsinu.
- Nýir gluggar í húsinu.
- Nýjar úti og inni hurðir í öllu nema svalahurð úr miðrými  og inngang í íbúð á neðri hæð.
- Nýjar eldhúsinnréttingar í öllum íbúðum og tæki.
- Nýir fataskápar í húsinu.
- 30 fm upphitað geymslurými undir útidyratröppum sem er ekki inní fermetratölu hússins.
- Loftið á efri hæð hússins er með nýrri 10 tommu einangrun.
- Útveggir hússins eru einangraðir með nýrri 6 tommu einangrun.
- Nýr tvöfaldur þakdúkur er á þaki.
- Húsið var steinað sumarið 2017.
- Tröppur, gangstéttar, steypt blómakör og verönd endurnýjað. 

Allar nánari upplýsingar veitir:
Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í síma 663-6700 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíðu viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því REMAX  skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.