101, Reykjavík (Miðbær)

Klapparstígur 5

54.900.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
95 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 95 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1992
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna: Klapparstíg 5 íbúð 0201, fnr. 200-3140 - ÍBÚÐIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.

3D - SKOÐAÐU EIGNINA Í ÞRÍVÍÐU UMHVERFI HÉR - 3D

FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.


Nánari lýsing: Íbúðin er á annari hæði í 6 hæða fjölbýlishúsi sem er byggt árið 1992 Lyfta er í húsinu sem og bílastæðakjallari og fylgir eitt stæði með íbúðinni. Komið er inn í forstofu og er baðherbergi á hægri hönd. Þar við hliðina kemur eldhús og svo stofa og borðstofa. Á vinstri hönd úr forstofu eru svo tvö svefnherbergi og er útgengt á svalir úr öðru þeirra sem snýr í sameiginlegan garð með næstu húsum.

Aðkoma: Hægt er að taka lyftu upp úr bílastæðahúsi að inngangi í íbúðina. Ef komið er fótgangandi eru tröppur frá götunni sem nýlega voru pússaðar. Hellulagt er svo að inngangi í stigaganginn.

Stigagangur: Teppalagður og snyrtilegur stigagangur.

Forstofa: Flísar á gólfi. Hvítur fataskápur.

Stofa: Dökkt parket á gólfi. Útsýni til sjávar.
  
Eldhús: Flísar á gólfi. Hvít og viðarinnrétting og er flísalagt á milli efri og neðri skápa. Hvítur bakaraofn. Keramik helluborð með stórum háfi yfir. 

Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Hvít innrétting. Salerni. Baðkar með sturtuaðstöðu og hengi. Gólfsíðir gluggar með rúllugardínum.

Svefnherbergi: Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og er parket á gólfi á báðum þeirra og bæði eru með fataskáp. Gólfsíðir gluggar. Út úr öðru svefnherginu er útgengt á svalir sem snúa inn í sameiginlegan garð með næstu húsum.

Þvottahús/geymsla: í kjallara er sameiginlegt þvottahús en núverandi íbúar hafa ekki nýtt það en verið með þvottavélina í baðherbergi. Læst geymsla er einnig í kjallara og er hún skráð 7,4 fm og eru hillur þar.

Bílastæði: Í bílastæðahúsi í kjallara er stæði sem fylgir íbúðinni og er það merkt nr. 21 og er stutt frá stæðinu að inngangi upp að íbúð.

Lóð: Lóðin er sameiginleg með næstu stigagöngum en heildarhúsfélag er um Klapparstíg 1-7. 


Íbúðin er vel staðsett neðst á Klapparstíg með fallegu útsýni til hafs. Stutt í alla þjónustu í nágrenninu.


Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected] 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.