RE/MAX

Vörumerkið / Kerfið / Vöxtur

Hér má finna áhugaverðar upplýsingar um RE/MAX

Um okkur

Vörumerkið

RE/MAX er alþjóðleg sérleyfiskeðja með höfuðstöðvar í Denver, Colarado. Keðjan er uppbyggð af sjálstæðum fasteignasölum sem reka skrifstofur sínar í samræmi við RE/MAX kerfið skv. sérstöku leyfi. Vöxtur RE/MAX hefur verið með miklum ólíkindum undanfarin ár og er RE/MAX nú með skrifstofur í 85 löndum. Vörumerki RE/MAX -rauði, hvíti og blái loftbelgurinn með orðunum "Above the Crowd!" er eitt þekktasta vörumerkið á þeim mörkuðum sem RE/MAX hefur komið sér fyrir á.

Kerfið

Stofnendurnir Gail og Dave Liniger settu sér háleitt markið á sjöunda áratugnum: Þau ætluðu að byggja upp fasteignasölukerfi sem myndi laða til sín og halda hjá sér bestu sölumönnum í heiminum. Gegn því að taka þátt í kostnaði við rekstur skrifstofanna og greiða stjórnunarkostnað áttu sölumennirnir að fá hæstu mögulegur laun fyrir störf sín og á sama tíma geta nýtt sér allt það hagræði sem fylgir sérleyfiskerfinu. Þau kölluðu kerfið RE/MAX, sem er stytting á "real estate maximus".

Allar fasteignasöluskrifstofurnar innan RE/MAX kerfisins eru reknar sem sjálfstæðar einingar af sérleyfishöfunum. Þá eru sölufulltrúarnir á hverri skrifstofu einnig sjálfstæðir rekstraraðilar.

Vöxtur

RE/MAX náði mjög fljótt að dreifa sér um öll Bandaríkin og laða til sín bestu sölumennina á hverjum stað. RE/MAX sölufulltrúarnir, sem heild, urðu fljótt leiðandi á sínum fasteignasölumarkaði, náðu flestum sölunum, veittu bestu þjónustuna og höfðu hæstu tekjurnar.

Nú eru 85 lönd sameinuð í einu kerfi. Árið 1995 byrjaði RE/MAX ævintýrið í Evrópu og nú eru 35 Evrópsk lönd innan kerfisins. Yfir 80.000 sölumenn á yfir 6200 söluskrifstofum í heiminum tengjast sölu á fasteignum á degi hverjum en það eitt og sér gerir RE/MAX að stærsta fasteignasölukerfi í heiminum.

Stöðug þróun kerfisins

RE/MAX hefur frá upphafi stuðlað að bættri þjónustu bæði fyrir sölufulltrúa innan kerfisins og fyrir kaupendur og seljendur. Sölufulltrúarnir fá stöðugt ný tól í hendurnar til að þjónusta betur viðskiptavini sína, en í því felst m.a. aðgangur að alþjóðlegu sölukerfi, námskeið, alþjóðlegar ráðstefnur og samstarf við innlenda og erlenda sölufulltrúa um aðstoð við kaupendur og seljendur allsstaðar í heiminum.

Hagsmunir sölumanna af að starfa með RE/MAX felast m.a. í eftirtöldu:

1. Sölufulltrúarnir fá mestan hluta af sölulaunum vegna þeirra eigna sem þeir selja, en þurfa á móti að taka þátt í rekstrarkostnaði stofunnar.

2. Sölufulltrúarnir tengjast alþjóðlegu kerfi sem með beinum hætti stuðlar að markaðssetningu vörumerkisins sem gefur þeim kost á að selja fasteignir hvar sem er í heiminum.

3. Aðgangur að þróuðum tækjum og tólum til að ná sölumarkmiðum t.d. heimasíðunum remax-europe.com, remax.com og RE/MAX Mainstreet.

4. Möguleikar á að vera með eigin rekstur, en þó ekki aleinn. Sölufulltrúarnir geta með eigin hætti sett sín markmið, auglýst og kynnt sinn rekstur. RE/MAX Ísland mun sjá sölumönnum fyrir tækjum og tólum til að aðstoða sölumönnum í að ná markmiðum sínum og veitir þeim ráðgjöf um hvernig reksturinn getur verið með sem faglegustum hætti.

5. Sölufulltrúarnir verða hluti af kerfi sölumanna sem eru þekktir fyrir að fá hámarks sölulaun og að vera faglegustu sölumennirnir á hverjum markaði.

6. Ráðstefnur, námskeið, símenntun og endurmenntun er huti af daglegu lífi sölufulltrúa hjá RE/MAX

RE/MAX -þjónusta, tæki og tól

RE/MAX heimasíða

RE/MAX var eitt af fyrstu sérleyfiskeðjunum á fasteignamarkaðinum sem setti upp eigin heimasíðu -remax.com. Á þessari risavöxnu heimasíðu, sem stöðugt stækkar, getur viðskiptavinurinn leitað að fasteignum hvar sem er í heiminum og fundið RE/MAX skrifstofu á þeim stað sem hann hefur fundið. Sérstök heimasíða er fyrir hverja RE/MAX skrifstofu og eru margir sölufulltrúar með sína eigin heimasíðu. Sölufulltrúarnir og skrifstofurnar setja tengingu við sína heimasíðu inn á heimasíðuna remax.com.

RE/MAX Mainstreet

- er netaðgangur sem ekki er tengdur veraldarvefnum og er eingöngu fyrir meðlimi RE/MAX og er notað sem tjáskiptamiðill milli RE/MAX eigenda og sölufulltrúa um allan heim. Á svæðinu "Messaging Forum Boulevard" geta aðilar lagt fram spurningar, sent og móttekið upplýsingar og náð sambandi við RE/MAX félaga allstaðar frá í heiminum. "Chat Way" gefur möguleika á að taka þátt í umræðum og deila skoðunum sínum með öðrum RE/MAX félögum.

RE/MAX University

- er endalaus hafsjór af upplýsingum og námskeiðum öllu því er tengist fasteigna sölu. FRAMES - er sérleyfis -og stjórnunarkerfi fyrir öll RE/MAX sérleyfissvæði í Evrópu. Þetta kerfi heldur utan um upplýsingar um söluskrifstofur, sölufulltrúa, sölur og tekjur, sérleyfi og aðrar gagnlegar tölulegar upplýsingar um RE/MAX viðskipti í Evrópu. Kerfið er sérstaklega hannað fyrir einstök sérleyfisvæði til markvissrar stjórnunar.

Why RE/MAX

- er tímarit sem aðstoðar þig við að veita viðskiptavinum þínum, nýjum og væntanlegum sölumönnum upplýsingar um RE/MAX og svarar flestum spurningum þeirra.

RE/MAX á Íslandi er hluti af alþjóða RE/MAX fasteignasölukeðjunni sem er sú stærsta í heimi.

Fasteignasalar RE/MAX þjónusta viðskiptavini sína um land allt og víðsvegar í Evrópu og öðrum heimsálfum þar sem RE/MAX er til staðar.

Tölvupóstur: [email protected]

Löggiltur fasteignasali: Ástþór Reynir Guðmundsson, [email protected]

Sentor ehf. kt. 480506-0810, vsk.nr. 90503.